Fimmtudaginn 16. apríl, mun Maritech bjóða félagsmönnum FVB á kynningu á Bankasamskiptum, kerfi sem byggir á hinum nýja IOBS sambankastaðli og NEMO Stjórnendasýn.
Kynningin verður haldin í Húsi verslunarinnar í sal VR á 0. hæð og hefst kl.17:15 og verða léttar veitingar í boði.
Fríður Birna Stefánsdóttir og Jón Heiðar Pálsson munu fara yfir nýjar lausnir frá Maritech sem spara mikla vinnu og tíma og auðvelda þar með bókurum lífið svo um munar. Maritech hefur komið með margar nýjungar á síðastliðnum misserum og er þetta gott tækifæri til að kynna félagsmönnum FVB þá möguleika sem Bankasamskiptakerfið og NEMO stjórnendasýn hafa nú uppá að bjóða.
Það skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki að vera með bestu lausnirnar í notkun og því mikilvægt að kynna sér það sem í boði er á markaðnum.
Vinsamlegast skráið mætingu á www.fvb.is – hægra megin undir „Skráning á viðburði“, í síðasta lagi þriðjudaginn 14. apríl svo hægt sé að panta veitingar í samræmi við fjölda.
Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest á fimmtudaginn 16. apríl, kl.17:15 í Húsi verslunarinnar, en athugið að salurinn tekur að hámarki 80 manns.
Með bestu kveðju,
Starfsfólk Maritech.
Munið endurmenntunarpunkta FVB fyrir mætinguna!