Dagsetning: 2018-10-11
Tími frá: 16:00
Staðsetning: 3ja hæð, Skipholti 50D
Verð: 4500
Hámarksfjöldi: 50
Síðasti skráningardagur: 2018-10-10
Lýsing
Félag viðurkenndra bokara hefur í samstarfi við FACTO ehf, ákveðið að halda kynningu fyrir félagsmenn og/eða starfsmenn þeirra um áorðnar breytingar á Persónaverndarlöggjöfinni.
Kynningarfundur verður 11.október n.k. kl 16:00 í Skipholti 50D, 3ju hæð.
Verð er kr. 4.500, hámarksfjöldi er 50 manns, fyrstur kemur fyrstur fær, þ.e. skráning og greiðsla.
Mögulegt er að halda aðra kynningu ef að þátttakan verður meiri.
Frá Facto koma þeir Páll Ólafsson og Gunnar Jóhann Birgisson.
Þann 27. apríl 2016 skrifuðu forsetar Evrópuþingsins og -ráðsins undir nýja evrópska persónuverndarlöggjöf sem tók gildi þann 25. maí 2018 í Evrópu. Reglugerðin gengur undir nafninu GDPR (The General Data Protection Regulation). Reglugerðin var lögfest hér á landi á síðasta þingi og tóku nýju lögin gildi þann 1. júlí sl.
Það er því ljóst að fyrirtæki og félög sem vinna með persónugreinanlegar upplýsingar þurfa að hefja innleiðingu á þessum nýju reglum strax. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Þau atriði sem mestu máli skipta til þess að byrja með eru:
1. Hugtökin ábyrgðaraðili og vinnsluaðili.
2. Vinnsluskrá.
3. Persónuverndarstefna.
4. Vinnslusamningar
5. Persónuverndarfulltrúi
6. Öryggisbrot.
FACTO ehf, Skipholti 50D, 105 Reykjavík, býður upp á alhliða viðskipta -og lögfræðiráðgjöf og hefur m.a. aðstoðað fyrirtæki og félög við innleiðingu GDPR.