Næsta námskeið fræðslunefndar FVB
Laun og launatengd gjöld.
ATH. Námskeiðið verður líka sent út með fjarfundarbúnaði á Akureyri og Vestmannaeyjar ef næg þáttaka fæst.
Námskeiðið verður haldið í Endurmenntun HÍ Dunhaga 7 ( Salur : Elja )
Þriðjudaginn 8. Október. 2013 frá kl. 17.00 – 19.30.
Fyrirlesari verður Inga Jóna Óskarsdóttir viðurkenndur bókari
Bókhald og Kennsla ehf
Efni námskeiðsins er :
Hvernig eru laun reiknuð
Hvaða reglur gilda um reiknað endurgjald
Tryggingagjaldstofninn
Hverjir eru kostir og gallar launakerfa
- Staðgreiðsla, skattþrepin, hvernig reikna ég þetta
- Hvernig set ég upp einfaldan launaseðil
- Hver er skattstofninn
- Hver er stofn til tryggingagjalds
- Hver er munurinn á undanþegnum dagpeningum og staðgreiðsluskyldum dagpeningum
- Hvað er staðgreiðsluskylt og hvað ekki : Aksturspeningar, orlof, launauppbætur, lífeyrissjóðs mótframlag, hlunnindagreiðslur
- Hvað gæti orðið tekjuskattskylt við framtalsgerð
- – hvað ber að varast
- Hvar er hjálpin og upplýsingarnar á netinu
- Greiningar nokkurra launakerfa bornar saman – hverjir eru styrkleikar og veikleikar kerfanna
- Umræður
Verð: kr. 4000, – fyrir félagsmenn
Kr. 6000,- fyrir utanfélagsmenn
Innifalið námskeið og kaffi í kaffihlé.
Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.
Fólk er velkomið að taka með sér tölvu
Skráning er á vef FVB fyrir þriðjudaginn 2.október og athugið að fjöldi þáttakanda takmarkast af stærð salarins.
Fræðslunefndin