Search
Close this search box.

Leiðbeiningar

Þetta eru leiðbeiningar fyrir nýtt viðburðaskráningarkerfi sem verður tekið í notkun nú í haust.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

1. Nú þarf að skrá tvenns konar upplýsingar:

a. Grunnupplýsingar um viðburðinn s.s. nafn, tími osfrv., en þær upplýsingar eru bara notaðar við skráningar í gagnagrunninn. Ath. að þátttakendur geta ekki séð þær.

b. Viðburðalýsingu, þar sem fram koma allar upplýsingar sem þátttakendur þurfa að hafa, t.d. dagskrá, staðsetningu, dagsetning, tími, verð ofl.

Viðburðalýsingar birtast þegar smellt er á Viðburðir í aðalvalmyndinni. Hægra megin við lýsingarnar er svo skráningarformið þar sem fólki þarf að velja viðburð og skrá sig.

Ástæða: Flækjustigið minnkar þar sem aðeins nauðsynlegar upplýsingar eru skráðar og auðvelt að breyta þeim.

2. Afskráningar fara eingöngu í gegnum fvb[@]fvb.is

Ástæða: Þetta er gert þar sem fólk var oft í vandræðum með afskráningar. Núna fara þær allar í gegnum tölvupóst félagsins og fólk hefur afrit í sínum fórum.

3. Enginn biðlisti

Umsjónarmenn viðburðarins þurfa að passa upp á fjölda skráðra. Ath. hægt er að gera viðburð óvirkan til að stöðva skráningar.

 

Þessar breytingar einfalda vonandi allt ferlið, þótt þær kosti ýmiskonar þægilega fídusa eins og t.d. biðlista og sjálfvirkar áminningar.

Á heildina litið ætti þetta kerfi að virka á skilvirkari hátt en fyrri kerfi.

Ef einhverjir hnökrar koma upp, bið ég ykkur að hafa strax samband (vefstjori[@]fvb.is) svo það sé hægt að leysa það fljótt.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur