Listasafn Einars Jónssonar óskar eftir bókara til að taka að sér mánaðaruppgjör. Um er að ræða tekjur af aðgangseyri og sölu sem færa á í bókhaldskerfi Oracle fyrir Fjársýslu ríkisins um hver mánaðamót. Enn fremur er óskað eftir að viðkomandi geti unnið fjárhagsáætlun fyir safnið sem unnin er í byrjun hvers árs.
Nánari upplýsingar veitir Júlíana Gottskálksdóttir forstöðumaður s. 551 3797 eða 896 0823