Search
Close this search box.

Listi yfir lágskattasvæði. Eignarhald á félagi þar og skattalegatriði varðandi slíkt.

Í skattalögum nr 90/2003 er svofellt ákvæði í 57.gr A :

57. gr. a. Skattaðili sem á beint eða óbeint hlut í hvers kyns félagi, sjóði eða stofnun sem telst heimilisföst í lágskattaríki skal greiða tekjuskatt af hagnaði slíkra aðila í hlutfalli við eignarhluta sinn án tillits til úthlutunar. Hið sama á við um skattaðila sem stjórnar félagi, sjóði, stofnun eða eignasafni í lágskattaríki sem skattaðili hefur beinan eða óbeinan ávinning af. Tekjur þessar eru skattskyldar með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi.
Ríki eða lögsagnarumdæmi telst lágskattaríki þegar tekjuskattur af hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar, sem um ræðir, er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á félagið, sjóðinn eða stofnunina hefði hún verið heimilisföst á Íslandi.
Ákvæði 1. mgr. á við þegar minnst helmingur eignarhalds í aðilum, sbr. 1. mgr., er beint eða óbeint í eigu íslenskra skattaðila eða stjórnunarleg yfirráð hafa verið til staðar innan tekjuárs.
Ákvæði 1. mgr. á ekki við ef:
1. félag, sjóður eða stofnun fellur undir samning milli Íslands og lágskattaríkis til að koma í veg fyrir tvísköttun [eða annan alþjóðasamning]1) enda sé unnt á grundvelli samningsins að fá allar nauðsynlegar upplýsingar og tekjur félags, sjóðs eða stofnunar eru ekki að meginstofni til eignatekjur; eða
2. félag, sjóður eða stofnun er stofnsett og skráð í öðru EES-ríki, [aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum]1) og hefur þar með höndum raunverulega atvinnustarfsemi, og íslensk skattyfirvöld geta á grundvelli tvísköttunarsamnings eða annars alþjóðasamnings krafist allra nauðsynlegra upplýsinga, sbr. 1. tölul. Þar sem ekki er fyrir hendi samningur, sbr. 1. málsl., hvílir upplýsingaskyldan á skattaðilanum.
Tekjur skattaðila með beina eignaraðild miðast við samsvarandi hlutdeild í hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar eins og hagnaður yrði ákveðinn hér á landi ef aðilinn væri íslenskur skattaðili. Sé um óbeina eignaraðild að ræða skal miða við sameiginlegt eignarhald á þeirri starfsemi sem skattlagningin tekur til. Tap er því aðeins frádráttarbært skv. 8. tölul. 31. gr. að skattaðili geti, að ósk skattyfirvalda, lagt fram fullnægjandi gögn er liggja að baki útreikningi á tapi.
Hafi félag, stofnun eða sjóður úthlutað hagnaði til skattaðila, sem skattlagður hefur verið skv. 1. mgr., skal úthlutunin ekki talin til skattskyldra tekna hjá honum nema hún sé hærri en þær tekjur sem skattlagðar eru skv. 5. mgr.
Fjármálaráðuneytið getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar. Ráðherra skal birta lista yfir þau lönd og svæði sem skattlagning samkvæmt þessari grein tekur til.]2)

Ákvæði lokamálsgreinarinnar  kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2011 vegna tekna ársins 2010 og eigna í lok þess árs.

Í frétt fjármálaráðuneytisins í dag er listinn birtur :

“Listi yfir lágskattasvæði
22.12.2010
Hér er birtur listi yfir lönd og svæði sem teljast lágskattasvæði.
Samkvæmt 57. gr. a. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt með síðari breytingum, skal ráðherra birta lista yfir þau lönd og svæði þar sem skattlagning skv. þeirri grein tekur til.
Ríki eða lögsagnarumdæmi telst vera lágskattaríki þegar tekjuskattur af hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar, sem um ræðir, er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á félagið, sjóðinn eða stofnunina hefði hún verið heimilisföst á Íslandi.
Eftirfarandi listi er birtur með þeim fyrirvara að hann telst hvorki bindandi né tæmandi talinn þar sem endanlegt skatthlutfall þeirra félaga, sjóða eða stofnana sem hafa þar skattalega heimilisfesti, liggur ekki fyrir nema eftir nákvæma yfirferð skattyfirvalda.
Við gerð listans er tekið mið af lista OECD yfir lágskattasvæði. Jafnframt er tekið mið af 4. mgr. 57. gr. a. en þar segir að ákvæði greinarinnar eigi ekki við hafi Ísland gert samning um upplýsingaskipti við lágskattaríki sem geri skattyfirvöldum kleift að fá allar nauðsynlegar upplýsingar um skattaðila enda séu tekjurnar ekki að meginstofni til eignatekjur.
Ísland hefur undirritað fjölda samninga um upplýsingaskipti á sviði skattamála við lögsagnarumdæmi sem talin eru lágskattaríki en margir þessarra samninga hafa enn ekki verið fullgiltir og því ekki komnir til framkvæmda. Meðan svo er teljast lögsagnarumdæmi þessi lágskattaríki í skilningi 57. gr. a.
Andorra
Anguilla    
Antígva og Barbúda
Arúba
Barein
Belís
Bresku Jómfrúaeyjar
Cooks eyjar
Dóminíka
Gíbraltar
Grenada
Hollensku Antillur
Liechtenstein
Líbería
Maldíveyjar
Marshall-eyjar
Mónakó
Montserrat
Nárú
Niue
Panama
Samóa
Sankti Lúsía
Sankti Kitts og Nevis
Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
Seychelles-eyjar
Tonga
Turks og Caicos-eyjar
Vanúatú”

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur