Search
Close this search box.

Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt.(styrking skattframkvæmdar.) Stóra vorlagasetningin.

Samkvæmt meðfylgjandi  lögum eru gerðar nokkrar breytingar á lögum um tekjuskatt . Lögin hafa enn ekki verið birt og eru án númers en voru samþykkt 15.apríl 2009.

Sjá Lög.

 

1. Sett er ex tuto ákvæði í 28.grein laganna  þess efnis að eftirgjöf skulda samkvæmt lögum um nauðasamninga og varða greiðsluaðlögun teljist ekki  til skattskyldra tekna.
2. Hert er á reglum er varða  skil banka og fjármálafyrirtækja á upplýsingum um afleiðuviðskipti, eignastýringu, milligöngustarfsemi og fleira. Verður  þessum aðilum  gert skylt að veita upplýsingar um útlán í árslok og greidda vexti á árinu. Er þetta til viðbótar þeirri skyldu að  veita upplýsingar um inneignir og innstæður í árslok.
3. Íslensk móðurfélög verða ábyrg fyrir að veita upplýsingar til íslenskra skattyfirvalda um tekjur viðskiptavina erlendra dótturfélaga séu umræddir viðskiptavinir  skattskyldir hér á landi.  Þessu ákvæði er ætlað að koma í veg fyrir að hægt verði að fela eignarhald í félögum með skráningu í lágskattaríkjum  og að hægt verði að víkjast frá íslenskri skattskyldu.
4. Settar eru reglur um upplýsingagjöf er varðað gæti skattlagningu aðila sem eiga beina eða óbeina eignaraðild að félögum, sjóðum eða stofnunum í lágskattaríkjum.Átt er við aðila sem á  beint eða óbeint minnst helming eignarhalds eða er með stjórnunarleg yfirráð í dótturfélagi eða útibú í þessum ríkjum . Lagt er til að fjármálafyrirtæki, endurskoðendur, lögmenn og aðrir aðilar sem að koma  skuli halda sérstaka skrá yfir þá viðskiptavini sína sem fá  skattaráðgjöf eða aðra þjónustu, sem snertir umráð eða beina eða óbeina eignaraðild að rekstri félaga, sjóða eða stofnana sem skráð eru erlendis eða eignir þar. Er þessum þjónustuaðilum  skylt að láta skattyfirvöldum í té umrædda skrá er þau beiðast þess og ákvæði annarra laga um trúnaðar- og þagnarskyldu víkja.
5.  Ákvæði sem sett var í tekjuskattslög um áramótin sl um söluhagnað af fasteignum sem ekki er heimilt að fyrna (50% reglan)tekur  gildi við álagningu tekjuskatts á árinu 2010 en ekki 2009 eins og lögin gerðu ráð fyrir

Lögin  koma  þegar til framkvæmda
Þó skulu ákvæði 2.greinar er fela í sér reglur um skattskyldu innheimtu og skil á  sköttum vegna starfsemi á lágskattasvæðum, koma til framkvæmda. við álagningu opinberra gjalda árið 2011 vegna tekna ársins 2010 og eigna í lok þess árs.

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur