Meðfylgjandi eru lög sem enn eru óbirt og án stj.tíð. númers um heimild til samninga um álver í Helguvík. 4.grein þeirra er um skattamál Norðuráls ehf sem er væntanlegur rekstraaðili.
Almennar skattareglur koma til með að gilda um starfsemi álversins í Helguvík með frávikum. Frávikin eru lík því sem gildir um álbræðslur á Grundartanga og í Reyðarfirði. Þessi eru þau:.
A. Tryggt er að tekjuskattshlutfall félagsins verði ekki hærra en 15% þó lög breytist þar um almennt.
B. Sérreglur gilda varðandi fyrningu eigna.
C. Undanþága er frá að greiða iðnaðarmálagjald
D. Undanþága er frá að greiða markaðsgjald, þ.e.a.s. sem svarar til 0,05% af tryggingagjaldsstofninum fram til 1.janúar 2013.
D. Gerður er fyrirvari varðandi upptöku nýrra skatta.