Search
Close this search box.

Lög (Lokatexti) um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (undanþágur, endurgreiðsluro.fl)

Lög
um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,
með síðari breytingum (undanþágur, endurgreiðslur o.fl.).
________
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
a. Í stað orðanna „sem opinber aðili hefur einkaleyfi á, samkvæmt póstlögum, nr. 33/1986“
í 7. tölul. 3. mgr. kemur: sem íslenska ríkið hefur einkarétt á samkvæmt lögum um
póstþjónustu, nr. 19/2002.
b. Í stað orðanna „fjárhagsleg áhætta“ í 5. mgr. kemur: fjárhagslegri áhættu.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
a. Í stað orðanna „nr. 55/1987“ í 2. mgr. kemur: nr. 88/2005.
b. Í stað orðanna „109. gr. tollalaga, nr. 55/1987“ í 3. mgr. kemur: XV. kafla tollalaga, nr.
88/2005.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
a. 1. tölul. 1. mgr. orðast svo: Vörur sem eru tollfrjálsar eða undanþegnar tolli skv. 4. og
6. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum.
b. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Fella skal niður, lækka eða endurgreiða virðisaukaskatt í þeim tilvikum sem talin eru
upp í 2.–12. tölul. 1. mgr. 7. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, að
uppfylltum þeim skilyrðum sem þar eru tilgreind.
c. 2. mgr. orðast svo:
Úrskurður tollstjóra um niðurfellingu, lækkun eða endurgreiðslu virðisaukaskatts
skv. 1.–6. tölul. 1. mgr. og 2. mgr. sætir kæru til ríkistollanefndar í samræmi við 118.
gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum.
4. gr.
Í stað orðanna „nr. 55/1987“ í 2. mgr. 37. gr. laganna kemur: nr. 88/2005.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
a. Í stað orðanna „við kaup“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: af innflutningi eða kaupum.
2
b. Í stað orðanna „b-lið 8. tölul. 1. mgr. 5. gr. tollalaga, nr. 55/1987, sbr. 5. gr. reglugerðar
nr. 797/2000, um undanþágu aðflutningsgjalda í ýmsum tilvikum“ í 7. mgr. kemur: b-lið
8. tölul. 1. mgr. 6. gr. tollalaga, nr. 88/2005, sbr. 33. gr. reglugerðar nr. 630/2008, um
ýmis tollfríðindi.
c. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Endurgreiða skal sveitarfélögum og stofnunum eða félögum alfarið í þeirra eigu sem
sinna lögbundnu hlutverki sveitarfélags á sviði brunavarna, brunamála eða mengunarvarna
virðisaukaskatt af innflutningi eða kaupum á eftirfarandi ökutækjum og tækjabúnaði:
1. Dælubifreiðum, tækjabifreiðum, vatnsflutningabifreiðum, björgunarbifreiðum, þ.e.
mannflutningabifreiðum og stiga- og ranabifreiðum.
2. Slökkvidælum, reykblásurum, rafstöðvum, slöngum, börkum, tækjum og öðrum
tilheyrandi búnaði.
3. Klippum, glennum, tjökkum, dælum og öðrum tilheyrandi sérhæfðum björgunarbúnaði
sem er notaður við björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.
4. Ytri hlífðarfatnaði vegna slökkvistarfa og mengunaróhappa sem og reykköfunartækjum
og tækjabúnaði þeim tengdum.
5. Tækjabúnaði sem notaður er vegna mengunaróhappa og fjarskiptabúnaði fyrir
slökkvilið svo sem boðtækjum, talstöðvum og farsímum.
Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt grein þessari er að seljandi vöru og þjónustu sé
skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.
6. gr.
Við 43. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt grein þessari er að seljandi vöru og þjónustu sé skráður
á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.
7. gr.
48. gr. laganna orðast svo:
Sala í tollfrjálsum verslunum, sbr. XIII. kafla tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum,
telst sala úr landi í skilningi laga þessara.
8. gr.
2. mgr. 49. gr. laganna fellur brott.
9. gr.
Ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum fellur brott.
10. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Við innflutning og skattskylda sölu nýrrar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar er
heimilt að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu
hámarki eins og nánar er kveðið á um í ákvæði þessu. Ákvæði þetta skal jafnframt gilda um
niðurfellingu virðisaukaskatts við innflutning og fyrstu sölu notaðrar rafmagns-, vetnis- eða
tengiltvinnbifreiðar enda sé ökutækið þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi og söludegi
miðað við fyrstu skráningu.
3
Tollstjóra er heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt af rafmagns- eða
vetnisbifreið að hámarki 1.530.000 kr. og af tengiltvinnbifreið að hámarki 1.020.000 kr.
Við skattskylda sölu bifreiðar er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu
fjárhæð að hámarki 6.000.000 kr. vegna rafmagns- eða vetnisbifreiðar og að hámarki
4.000.000 kr. vegna tengiltvinnbifreiðar. Nýti skattaðili sér þessa heimild ber honum samhliða
skilum á virðisaukaskattsskýrslu að tilkynna ríkisskattstjóra á hverju uppgjörstímabili
um að slík sala hafi átt sér stað á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
Skilyrði undanþágu samkvæmt ákvæði þessu eru eftirfarandi:
1. Ökutækið sé skilgreint í ökutækjaflokka L6e, L7e, M1, M1g og N1 samkvæmt reglugerð
nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja.
2. Við innflutning og skattskylda sölu tengiltvinnbifreiðar skal skráð losun slíkrar bifreiðar
á koltvísýringi vera 50 g eða minna á hvern ekinn kílómetra.
Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd og skilyrði undanþágunnar.
Ákvæði þetta gildir til og með 31. desember 2013.
11. gr.
Í stað dagsetningarinnar ,,31. desember 2012“ í ákvæði til bráðabirgða X í lögunum
kemur: 31. desember 2013.
12. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Endurgreiða skal virðisaukaskatt skv. 1. efnismgr. c-liðar 5.
gr. frá og með 1. janúar 2012.
_____________
Samþykkt á Alþingi 19. júní 2012.
Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur