Search
Close this search box.

Lög um breytingu á lögum um bókhald. Viðurkenndir bókarar og þeirra menntunarskilyrði.

Meðfylgjandi lög sem samþykkt voru í sl viku eru samkvæmt frumvarpi af vorþinginu. Um er að ræða breytingu á bókhaldslögunum.

Með  þessum lögum er fellt út það ákvæði gildandi laga að ráðherra skuli hlutast til um námskeiðahald fyrir þá sem vilja öðlast viðurkenningu sem bókarar.

Hlutverk ráðherra verður að sjá til þess að haldin verði próf fyrir þá sem óska eftir slíkri.
Þannig munu fleiri menntastofnanir en nú  geta boðið upp á námskeið.

Einnig fá þeir sem  hafa starfsreynslu og treysta sér til að fara beint í próf möguleika til að öðlast viðurkenningu sem bókarar án þess að sækja námskeið.

Lögin gera ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð þar sem kveðið verði nánar á um skilyrði próftöku, prófgreinar, framkvæmd prófa og lágmarksárangur til að standast próf. 

Sjá nánar hér breytingu á lögum 145/1994 um bókhald og hér frumvarpið

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur