Search
Close this search box.

LÖG um breytingu á lögum um tekjuskatt (leiðrétting vegna laga um tekjuöflun ríkisins). Lokatexti,

Meðfylgjandi eru lög sem varða leiðréttingar á fyrirliggjandi lögum um tekjuöflun ríkisins nr 128/2009.
Lögin hafa enn ekki verið birt úi Stjórnartíðindum en taka gildi þegar við birtinguna.

Þessum lögum er ætlað að rétta af vissar misfellur er eiga við um  afgreiðslu ívilnunarbeiðna og erinda skv. 65. gr. og 101. gr.Nú verður samfella í málsmeðferðarheimildum skattstjóra og ríkisskattstjóra við sameiningu þeirra embætta og kemur breyting til framkvæmda vegna afgreiðslu ívilnunarbeiðna og erinda ársins 2010.

Annað er það að með lögum nr. 128/2009 gerð sú breyting að tekjuskattur lögaðila var hækkaður úr 15% í 18%. Breyting þessi skyldi koma til framkvæmda við álagningu á árinu 2011.Með þeim lögum sem hér fylgja nú er að áréttað verði að hækkun skatthlutfalls félaga með annað reikningsár en almanaksárið taki ekki til þeirra félaga sem ljúka því reikningsári sem hófst árið 2009 á árinu 2010. Hækkun á tekjuskattshlutfalli félaga sem svo háttar til um kemur þannig fyrst til þegar álagning fer fram á árinu 2011 eða síðar vegna þess reikningsárs sem hefst á árinu 2010.

 

Lög

 

um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (leiðrétting vegna laga um tekjuöflun ríkisins).

1. gr.

    2. mgr. 65. gr. laganna orðast svo:
    Ríkisskattstjóri getur veitt ívilnanir samkvæmt þessari grein án umsóknar. Berist umsókn eftir að kærufresti skv. 99. gr. lýkur er ríkisskattstjóra heimilt að taka hana til afgreiðslu enda séu skilyrði 2. mgr. 101. gr. uppfyllt.

2. gr.

    Á eftir 1. mgr. 101. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ríkisskattstjóra er heimilt að taka til greina beiðni skattaðila um breytingu á ákvörðun um skattstofn eða skattálagningu, þó lengst sex tekjuár aftur í tímann, talið frá því ári þegar beiðni kemur fram, enda liggi verulegir hagsmunir að baki slíkri beiðni. Beiðni skal byggjast á nýjum gögnum og upplýsingum sem ekki var unnt að koma að innan tímamarka 99. gr. Þá skulu skilyrði 96. gr. uppfyllt ef um hækkun er að ræða. Víkja má frá þessum tímamörkum ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Heimilt er skattaðila að kæra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992.

3. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 41. gr. laga nr. 128/2009, um tekjuöflun ríkisins, koma ákvæði 17. og 37. gr. þeirra laga til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2011 hjá þeim lögaðilum sem hafa almanaksárið sem reikningsár og hjá þeim sem hafa upphaf reikningsárs 1. febrúar 2010 eða síðar á því ári.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. 1. og 2. gr. koma til framkvæmda á árinu 2010. 3. gr. kemur til framkvæmda við álagningu 2011.

 Samþykkt á Alþingi 16. mars 2010.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur