Search
Close this search box.

Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.
1. gr.
    Við 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna bætist: þó ekki þegar um er að ræða íbúðarhúsnæði til eigin nota.
2. gr.
   Í stað „0,5%“ í 1. málsl. 2. tölul. 31. gr. laganna kemur: 0,75%.
3. gr.
    Við 1. málsl. 7. mgr. 51. gr. laganna bætist: nema fyrir hendi sé heimild til að afla nauðsynlegra upplýsinga á grundvelli tvísköttunarsamnings eða annars alþjóðasamnings.
4. gr.
   Við 52. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Sé hlutafélagi skipt þannig að öllum eignum og skuldum sé skipt á milli hins skipta félags og/eða þeirra félaga sem við tóku eða urðu til við skiptin, sem heimilisföst eru í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og hluthafar í félaginu sem skipt var fái ein­göngu hlutabréf í þeim félögum sem eignir og skuldir deildust á við skiptin, skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann sem hlutabréfin lét af hendi. Eignarhlutir hluthafa í félögunum skulu vera innbyrðis í sömu hlutföllum og eignarhlutirnir voru í því félagi sem skipt er. Eignir og skuldir skulu yfirfærast á bókfærðu verði. Ákvæði þessarar málsgreinar eiga einnig við þegar hlutafélagi er skipt þannig að fleiri en eitt hlutafélag taka við hluta eigna og skulda í upprunalegu félagi. Sé um hlutafélög að ræða sem eru eða yrðu heimilisföst í lágskattaríki á ákvæði þetta ekki við nema sýnt sé fram á með fullnægjandi hætti að um raunverulega atvinnustarfsemi sé að ræða, sbr. 57. gr. a.
    Ákvæði 3.–9. mgr. 51. gr., um samruna yfir landamæri, skulu gilda með sama hætti um skiptingu yfir landamæri, m.a. um útreikninga, skýrsluskil, ákvörðun skatts, frestun, afborgun, bankatryggingu, innlent félag og upplýsingaskyldu, eftir því sem við á, þó þannig að öll þau félög sem taka þátt í skiptingu skulu bera óskipta ábyrgð á þeim sköttum sem lagðir eru á við skiptin. Hafi skiptin í för með sér slit hins upphaflega skipta félags hvílir óskipt ábyrgð á þeim félögum sem við taka.
5. gr.
   Á eftir 53. gr. laganna kemur ný grein, 53. gr. a, svohljóðandi:
    Sé verðbréfa- eða fjárfestingarsjóði slitið, sbr. lög nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, þannig að hann sé algjörlega sameinaður öðrum slíkum verðbréfa- eða fjárfestingarsjóði, skal sameiningin ekki leiða til skattskyldu hjá eigendum þess sjóðs sem slitið er, enda sé um jafngild verðmæti að ræða.
    Ef verðbréfa- eða fjárfestingarsjóði, sbr. 1. mgr., er breytt í hlutafélag skal sú breyting hvorki hafa í för með sér skattskyldar tekjur hjá eigendum verðbréfa- eða fjárfestingarsjóðsins né félaginu sjálfu enda hafi eigendur sjóðsins ein­göngu fengið hlutabréf í félaginu sem gagngjald fyrir eignarhluti sína í þeim sjóði sem slitið var.
6. gr.
 Á eftir orðunum „51.–53. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. laganna kemur: og 53. gr. a.
7. gr.
  Við 56. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði b- og d-liðar 1. mgr. gilda eftir atvikum almenn ákvæði 1. og 2. mgr. við þær aðstæður þegar einstaklingur í atvinnurekstri stofnar við yfirfærslu einstaklingsrekstrar einkahlutafélag sem er heimilisfast í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, enda séu skilyrði ákvæðisins uppfyllt að öðru leyti. Stofni einstaklingur í atvinnurekstri einkahlutafélag í lágskattaríki á ákvæði þetta ekki við nema sýnt sé fram á með fullnægjandi hætti að um raunverulega atvinnustarfsemi sé að ræða, sbr. 57. gr. a. Tilkynna skal yfirfærsluna til hlutafélagaskrár þess ríkis þar sem einkahlutafélagið er heimilisfast.
    Ákvæði 3.–9. mgr. 51. gr., um samruna yfir landamæri, skulu gilda með sama hætti um yfirfærslu einstaklingsrekstrar í einkahlutafélag yfir landamæri, m.a. um útreikninga, skýrsluskil, ákvörðun skatts, frestun, afborgun, bankatryggingu og upplýsingaskyldu, eftir því sem við á, þó þannig að óskipt ábyrgð á þeim sköttum sem eru lagðir á við yfirfærsluna hvílir á einstaklingnum og viðtökufélaginu.
8. gr.
Á eftir 56. gr. laganna kemur ný grein, 56. gr. a, svohljóðandi:
    Flytji hlutafélag lögheimili sitt eða eignir til annars aðildarríkis á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða til Færeyja skal flutningurinn sem slíkur ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir félagið eða eigendur þess, sbr. þó 2. mgr., enda sé slíkt heimilt samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga. Sé lögheimili hlutafélags eða eignir þess fluttar til lágskattaríkis á ákvæði þetta ekki við nema sýnt sé fram á með fullnægjandi hætti að um raunverulega atvinnustarfsemi sé að ræða, sbr. 57. gr. a.
    Ákvæði 3.–9. mgr. 51. gr., um samruna yfir landamæri, skulu gilda með sama hætti um flutning lögheimilis eða eigna yfir landamæri, m.a. um útreikninga, skýrsluskil, ákvörðun skatts, frestun, afborgun, bankatryggingu og upplýsingaskyldu, eftir því sem við á, þó þannig að við flutning eigna hvílir ábyrgð á þeim sköttum sem yrðu lagðir á við yfirfærsluna á því félagi sem lét eignir af hendi og er heimilisfast hér á landi.
9. gr.
 Í stað „þ.m.t.“ í 2. málsl. a-liðar 3. tölul. 70. gr. laganna kemur: þó ekki gisting og.
10. gr.
 2. mgr. 1. tölul. 73. gr. laganna fellur brott.
11. gr.
Við 1. mgr. 90. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóra er heimilt að ákveða að framtalsskil einstaklinga utan atvinnurekstrar skuli almennt vera með rafrænum hætti og að málsmeðferð verði rafræn eftir því sem við á, þ.m.t. samkvæmt ákvæðum 94.–96., 98., 99. og 101. gr.
12. gr.
 Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. laganna:
    a.     Á eftir orðunum „samkvæmt lögum þessum“ í 6. mgr. kemur: og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um upplýsingaskipti á sviði skattamála. 
    b.     Í stað orðsins „vexti“ í 6. mgr. kemur: tekjur. 
    c.     Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi: 
                  Ráðherra skal setja reglugerð um framkvæmd upplýsingaöflunar sem ráðist er í til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar um upplýsingaskipti á sviði skattamála, m.a. um áreiðanleikakannanir. 
13. gr.
 Í stað tölunnar „30“ í 1. málsl. 1. mgr. 99. gr. laganna kemur: 60.
14. gr.
 Eftirfarandi breytingar verða á 112. gr. laganna:
    a.     Í stað orðanna „2.000 kr.“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: 5.000 kr. 
    b.     Í stað orðanna „að gjaldanda var tilkynnt“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: dagsetningu úrskurðar ríkisskattstjóra. 
    c.     Í stað orðanna „1. ágúst“ í 9. mgr. kemur: 1. júlí. 
II. KAFLIBreyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með síðari breytingum.
15. gr.
    11. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Persónuafsláttur á staðgreiðsluári.
    Ríkisskattstjóri skal fyrir upphaf hvers staðgreiðsluárs auglýsa skatthlutfall og fjárhæð persónuafsláttar, svo og ef breytingar verða á staðgreiðsluári, og jafnframt hafa aðgengilegar upplýsingar um persónuafslátt og skiptingu hans sem nauðsynlegar teljast til að ákvarða staðgreiðslu á hverju launatímabili. Persónuafsláttur manna sem öðlast heimilisfesti hér á landi á staðgreiðsluárinu, svo og þeirra manna sem eru skattskyldir skv. 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt, skal ákvarðast hlutfallslega miðað við dvalartíma á landinu og miðast við tilkynningu um aðsetursskipti eða aðrar fullnægjandi upplýsingar að mati ríkisskattstjóra.
    Þeir menn og aðilar sem eru skattskyldir hér á landi skv. 2., 3., 6. og 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt, sbr. ákvæði 2. og 3. tölul. 70. gr. þeirra laga, sbr. og 6. tölul. 4. gr. og 6. tölul. 5. gr. þessara laga, geta farið fram á að fá útgefna staðfestingu ríkisskattstjóra þar sem fram kemur skatthlutfall og eftir atvikum persónuafsláttur eftir því sem upplýst er í umsókn þeirra til ríkisskattstjóra. Umsóknin skal lögð fram fyrir lok þess árs sem næst fer á undan staðgreiðsluári eða eigi síðar en mánuði áður en fyrsta greiðsla eða afhending verðmætis á sér stað á staðgreiðsluári.
    Ef launamaður, sem er móttakandi greiðslna frá eða á vegum Tryggingastofnunar ríkisins, óskar ekki sérstaklega eftir öðru er ríkisskattstjóra heimilt að veita Tryggingastofnun ríkisins upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar hans.
    Ráðherra er heimilt í reglugerð að setja nánari ákvæði um skiptingu persónuafsláttar sem draga skal frá staðgreiðslu á hverju greiðslutímabili og önnur þau atriði sem varða ráðstöfun persónuafsláttar.
16. gr.
    12. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Ráðstöfun persónuafsláttar.
    Fyrir upphaf staðgreiðsluárs ber launamanni að gera launagreiðanda sínum grein fyrir nýtingu persónuafsláttar síns og heimila honum ráðstöfun persónuafsláttar á hverju launatímabili við ákvörðun afdráttar staðgreiðslu af launum. Launagreiðandi og launamaður bera sam­eigin­lega ábyrgð á ráðstöfun persónuafsláttar launamannsins þar til launagreiðslum lýkur. Nú hefur launamaður starf með höndum hjá eða á vegum fleiri en eins launagreiðanda og ber launamanni þá að gera launagreiðendum sínum grein fyrir hlutfallslegri nýtingu persónuafsláttar hjá hverjum þeirra eftir því sem við á.
    Hafi launamaður, eða eftir atvikum maki hans, ekki fullnýtt persónuafslátt sinn innan staðgreiðsluársins, svo sem vegna náms, er launagreiðanda heimilt að taka tillit til þess persónuafsláttar sem ónýttur hefur verið á því ári.
    Nýti launamaður sem er annað hjóna eða aðili í sambúð, sbr. 1. mgr. 13. gr., að jafnaði ekki persónuafslátt sinn að fullu hefur hann rétt til þess að heimila maka sínum að nýta þann persónuafslátt sem ónýttur er og bera aðilar sam­eigin­lega ábyrgð á að nýtingin sé með réttum hætti.
    Heimilt er ríkisskattstjóra við samnýtingu persónuafsláttar að upplýsa hvorn maka fyrir sig um stöðu nýtts eða ónýtts persónuafsláttar.
    Ríkisskattstjóra er heimilt að upplýsa launagreiðanda um nýtingu persónuafsláttar þeirra launamanna sem hjá honum starfa, þ.m.t. nýtingu á persónuafslætti maka launamannsins.
    Ríkisskattstjóri skal með reglubundnum hætti kanna nýtingu persónuafsláttar hvers launamanns á staðgreiðsluári og skal hann tilkynna að frekari nýting persónuafsláttar sé óheimil hafi hann bersýnilega verið ofnýttur á staðgreiðsluárinu, þ.m.t. vegna nýtingar á persónuafslætti maka. Tilkynningu um slíkt skal beina til launamanns, maka hans eftir atvikum og/eða launagreiðanda og fer um ábyrgð samkvæmt ákvæðum 30. gr. eftir því sem við á.
17. gr.
    13. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Persónuafsláttur maka.
    Fullnýti annað hjóna, sem samvistum eru, ekki persónuafslátt sinn á staðgreiðsluári er hinum makanum heimilt að nýta það sem ónýtt er, sbr. 3. mgr. 12. gr. Sama gildir um tvo einstaklinga sem búa í óvígðri sambúð og uppfylla skilyrði til samsköttunar, sbr. 3. mgr. 62. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, vegna staðgreiðsluársins.
III. KAFLIBreyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, með síðari breytingum.
18. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 2. gr. laganna:
    a.     Í stað orðanna „verðbréfasjóðir, sbr. lög um verðbréfasjóði, nr. 10/1993“ kemur: sjóðir sem starfa samkvæmt lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011. 
    b.     Á eftir orðunum „með síðari breytingum“ kemur: verðbréfafyrirtæki, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, verðbréfamiðstöðvar, sbr. lög um rafræna eignarskráningu verðbréfa, nr. 131/1997. 
IV. KAFLIBreyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.
19. gr.
    Í stað orðanna „1. ágúst“ í 6. mgr. 12. gr. laganna kemur: 1. júlí.
20. gr.
    Á eftir VI. kafla laganna kemur nýr kafli, VI. kafli A, Erlendir launagreiðendur, með einni nýrri grein, 22. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Greiðsla tryggingagjalds.
    Erlendum launagreiðanda er heimilt að greiða tryggingagjald vegna starfsmanna sinna sem eru heimilisfastir hér á landi, enda skrái hann sig á launagreiðendaskrá, sbr. 19. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, vegna tryggingagjaldsins.
    Stofn til tryggingagjalds samkvæmt þessari grein er allar teg­undir launa eða þóknana fyrir starf, hverju nafni sem nefnist, skv. 6. gr.
    Greiðsla tryggingagjalds samkvæmt ákvæði þessu skal vera endanleg greiðsla á staðgreiðsluári.
    Um greiðslutímabil, upplýsingar, eftirlit og viðurlög fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum laga þessara.
V. KAFLIBreyting á lögum um búnaðargjald, nr. 84/1997, með síðari breytingum.
21. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
    a.     Í stað orðanna „fimm“ og „ágúst“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: sex; og: júlí. 
    b.     Í stað orðsins „ágúst“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: júlí. 
VI. KAFLIBreyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum.
22. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 14. gr. laganna:
    a.     Í stað orðanna „1. ágúst, 1. september og 1. október“ í 2. málsl. kemur: 1. júlí, 1. ágúst og 1. september. 
    b.     Í stað orðanna „1. ágúst“ í 4. málsl. kemur: 1. júlí. 
VII. KAFLIBreyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.
23. gr.
    Í stað orðanna „1. ágúst“ í 2. og 3. málsl. 3. mgr. 10. gr. laganna kemur: 1. júlí.
VIII. KAFLIBreyting á lögum um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, með síðari breytingum.
24. gr.
    Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ekki skal greiða erfðafjárskatt af gjöfum sem falla til félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa að almannaheillum.
IX. KAFLIBreyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.
25. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 43. gr. laganna:
    a.     Í stað orðanna „staður, höfn eða flugvöllur“ í 1. mgr. kemur: svæði, afmarkað með hnitsetningu. 
    b.     1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ráðherra afmarkar staðsetningu tollhafna í reglugerð. 
    c.     Í stað orðsins „stöðum“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: svæði og möguleikum tollyfirvalda til að viðhafa fullnægjandi tolleftirlit. 
    d.     1. tölul. 3. mgr. fellur brott. 
    e.     Í stað orðsins „stað“ í 4. mgr. kemur: svæði, tollstjóra reynist ófært að viðhafa þar fullnægjandi tolleftirlit. 
26. gr.
    Á eftir 51. gr. laganna kemur ný grein, 51. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Upplýsingar um farþega og á­höfn.
    Fyrirtækjum sem annast flutning farþega og vöru til og frá landinu er skylt að afhenda tollstjóra upplýsingar um farþega og á­höfn sem nýttar eru við tolleftirlit og til að koma í veg fyrir og rannsaka brot á lögum þessum og öðrum lögum sem lögreglu og öðrum handhöfum lögregluvalds ber að framfylgja. Sama skylda hvílir á stjórnendum, eigendum eða umráðamönnum fara sem ferðast til og frá landinu, þar á meðal einkaflugvéla og seglskipa.
    Tollstjóra, lögreglu og öðrum handhöfum lögregluvalds er heimilt að skiptast á upplýsingum um farþega og á­höfn í þágu eftirlits, greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum gegn ákvæðum laga þessara og ákvæðum annarra laga.
    Ráðherra kveður nánar á um umfang upplýsingaskyldunnar, afhendingu á upplýsingum til tollstjóra, þar á meðal um form og tímasetningu, og meðhöndlun á þeim í reglugerð. Þar skal einnig kveðið nánar á um fyrirkomulag upplýsingaskipta milli tollstjóra, lögreglu og annarra handhafa lögregluvalds.
27. gr.
    Á eftir orðunum „leyfishafa tollvörugeymslu“ í 1. málsl. 1. mgr. 94. gr. laganna kemur: sem starfar í þeim tilgangi að veita öðrum ótengdum aðilum þá þjónustu sem felst í rekstri tollvörugeymslu.
28. gr.
    Við 122. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Frestun gjalddaga skv. 3. mgr. er einnig heimil, á grundvelli umsknar, vegna innflutnings aðila á vörum sem verða nýttar við samningsbundna uppbyggingu varanlegra rekstrarfjármuna sem notaðir verða til að afla tekna í atvinnurekstri. Það er enn fremur skilyrði slíkrar frestunar að:
    a.     skriflegur verksamningur hafi verið gerður um uppbygginguna, 
    b.     verkkaupi sé skráður á grunnskrá virðisaukaskatts, 
    c.     verulegur hluti veltu í starfsemi verkkaupa verði undanþeginn virðisaukaskatti skv. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, 
    d.     fyrir liggi staðfest áætlun um greiðslur verkkaupa til aðila samkvæmt verksamningnum og af henni megi ráða að innskattur verkkaupa verði jafn eða hærri en virðisaukaskattur sem aðila ber að greiða við uppgjör á virðisaukaskatti að viðbættum aðflutningsgjöldum á gjaldfresti, 
    e.     verkkaupi hafi lýst því yfir með óyggjandi hætti að hinar innfluttu vörur verði nýttar við uppbygginguna og tollstjóra sé heimilt að ráðstafa endurgreiðslum við uppgjör hans á virðisaukaskatti til greiðslu aðflutningsgjalda aðilans, 
    f.     aðili haldi sérstakt bókhald um uppbygginguna. 
    Heimild, útgefin af tollstjóra, skal eigi gilda lengur en gert er ráð fyrir að greiðslur berist verkkaupa samkvæmt verksamningi. Tefjist greiðslur er tollstjóra heimilt, á grundvelli umsóknar, að framlengja gildistímann.
29. gr.
    Á undan 181. gr. laganna kemur ný grein, 180. gr. a, svohljóðandi:
    Tollstjóri getur lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða einstaklinga sem brjóta gegn skyldu til að veita upplýsingar skv. 1. mgr. 51. gr. a, sbr. 1. málsl. 3. mgr. þeirrar lagagreinar.
    Ráðherra skal í reglugerð ákveða fjárhæð stjórnvaldssekta fyrir brot á einstökum ákvæðum laga þessara innan þess ramma sem ákveðinn er í 4. mgr.
    Hafi fjárhæð stjórnvaldssekta ekki verið ákveðin í reglugerð skal við ákvörðun þeirra m.a. taka tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða.
    Stjórnvaldssektir sem eru lagðar á einstaklinga geta numið frá 10.000 kr. til 100.000 kr. Stjórnvaldssektir sem eru lagðar á fyrirtæki geta numið frá 400.000 kr. til 2.000.000 kr.
    Gjalddagi stjórnvaldssektar er 30 dögum eftir að ákvörðun um sektina var tekin. Hafi stjórnvaldssekt ekki verið greidd innan 15 daga frá gjalddaga skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar frá gjalddaga. Ákvörðun tollstjóra um stjórnvaldssekt er aðfararhæf og renna sektir í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
    Stjórnvaldssektum skal beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi. Aðili máls getur einungis skotið ákvörðun um stjórnvaldssekt til dómstóla. Málshöfðunarfrestur er þrír mánuðir frá því að ákvörðun var tekin. Málskot frestar aðför.
30. gr.
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þeim leyfishöfum tollvörugeymslu sem fengið hafa starfsleyfi skv. 3. málsl. 1. mgr. 91. gr. og hefur verið heimilað að geyma tollafgreidda og ótollafgreidda vöru í sama rými í tollvörugeymslu fyrir 1. janúar 2016 er heimil slík geymsla til 1. janúar 2026 að ákvæðum 94. gr. uppfylltum.
X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

31. gr.
    Í stað orðanna „og 2015“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: 2015, 2016 og 2017.
32. gr.
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. skulu starfsendurhæfingarsjóðir, sem starfræktir eru á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, fá í sinn hlut 0,10% af gjaldstofni skv. III. kafla vegna áranna 2015 og 2016.
XI. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012.

33. gr.
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: 
    Þrátt fyrir ákvæði 5. og 6. gr. skulu iðgjöld atvinnurekenda og þeirra sem stunda sjálfstæða starfsemi og lífeyrissjóða til starfsendurhæfingarsjóðs vera 0,10% af stofni til iðgjalds vegna áranna 2016 og 2017.
XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

34. gr.
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Heimilt er að fella niður virðisaukaskatt við innflutning á lyfjum sem gefin eru ríkinu eða stofnunum þess til nota við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. Skilyrði undanþágu samkvæmt ákvæði þessu eru eftirfarandi: 
    a.     að fyrir liggi skrifleg yfirlýsing gefanda, og eftir atvikum innflytjanda, um gjöfina og af henni megi ráða að lyfin verði afhent án endurgjalds, 
    b.     að fyrir liggi skrifleg staðfesting gjafþega á því að um gjöf sé að ræða sem afhent verði án endurgjalds og að lyfin verði notuð við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. 
    Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd og skilyrði undanþágunnar. 
    Ákvæði þetta gildir til og með 31. desember 2018. 
35. gr.
    Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
    Ákvæði 1., 3.–11. og 13.–33. gr. öðlast gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 2016.
    Ákvæði 2. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2016 vegna tekna ársins 2015.
    Ákvæði 12. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda 1. janúar 2016.
    Ákvæði 34. gr. öðlast þegar gildi.

_____________

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2015.
Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur