Search
Close this search box.

Lög um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016.

I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
    a.     Í stað „3.480.000 kr.“ og „22,9%“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 8.400.000 kr.; og: 22,5%. 
    b.     2. tölul. 1. mgr. fellur brott. 
    c.     Í stað „8.452.400 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 8.400.000 kr. 
    d.     4. tölul. 1. mgr. orðast svo: Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 8.400.000 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 22,5% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 8.400.000 kr., þó reiknast 22,5% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 4.200.000 kr. við þessar aðstæður. 
    e.     Í stað „30%“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: 50%; og við málsliðinn bætist: til búsetu leigjanda. 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 68. gr. laganna:
    a.     Í stað „194.081 kr.“, „231.019 kr.“, „323.253 kr.“ og „331.593 kr.“ í 1. og 2. málsl. 4. mgr. kemur: 199.839 kr.; 237.949 kr.; 332.950 kr.; og: 341.541 kr. 
    b.     Í stað „115.825 kr.“ í 7. málsl. 4. mgr. kemur: 119.300 kr. 
    c.     Í stað 3. málsl. 8. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Nánari reglur, m.a. um fyrirframgreiðslu og útborgun barnabóta og innheimtu ofgreiddra barnabóta, þ.m.t. ofgreiddar barnabætur erlendis, skulu settar í reglugerð. Barnabótum verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga. 

3. gr.

    Í stað „30%“ í 3. málsl. a-liðar 5. tölul. 70. gr. laganna kemur: 50%; og við málsliðinn bætist: til búsetu leigjanda.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
    a.     Í stað orðanna „og 2015“ í 1.–5. mgr. kemur: 2015 og 2016. 
    b.     Í stað orðanna „og 2014“ í 1.–5. mgr. kemur: 2014 og 2015.

5. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árinu 2016 og álagningu tekjuskatts á árinu 2017 vegna tekna ársins 2016:
    1.     Af tekjuskattsstofni að 3.709.680 kr. reiknast 22,68% tekjuskattur. 
    2.     Af næstu 5.530.320 kr. reiknast 23,9% tekjuskattur. 
    3.     Af því sem umfram er 9.240.000 kr. reiknast 31,8% tekjuskattur. 
    4.     Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 9.240.000 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 23,9% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 9.240.000 kr., þó reiknast 23,9% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 2.765.160 kr. við þessar aðstæður. 

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.
6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. laganna:
    a.     Í stað „0–200.000 kr.“ og „22,9%“ í a-lið kemur: 0–700.000 kr.; og: 22,5%. 
    b.     B-liður fellur brott. 
    c.     Í stað „650.000 kr.“ í c-lið kemur: 700.000 kr. 

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 18. gr. laganna:
    a.     Í stað „7.800.000 kr.“ í 2. málsl. kemur: 8.400.000 kr. 
    b.     Í stað „100.000 kr.“ í 4. málsl. kemur: 300.000 kr. 

8. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði a–c-liðar 1. mgr. 9. gr. skal innheimtuhlutfall vera með eftirfarandi hætti í staðgreiðslu 2016 á tekjur á mánuði hjá þeim launamönnum sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt:
    a.     á tekjur á bilinu 0–309.140 kr. á mánuði 22,68% að viðbættu útsvari, 
    b.     á tekjur á bilinu 309.141–770.000 kr. á mánuði 23,9% að viðbættu útsvari, 
    c.     á tekjur yfir 770.000 kr. á mánuði 31,8% að viðbættu útsvari. 

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.
9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. a laganna:
    a.     Í stað „2,12%“ í 1. málsl. a-liðar kemur: 2,355%. 
    b.     Á eftir 1. málsl. a-liðar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þar af skal fjárhæð er nemur 0,235% af innheimtum skatttekjum renna til málefna fatlaðs fólks. 
    c.     Í stað „0,95%“ í 2. tölul. c-liðar kemur: 0,99%. 

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
    a.     Í stað „1,7%“ í a-lið kemur: 1,59%. 
    b.     Í stað „2%“ í b-lið kemur: 1,76%. 

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
    a.     Í stað „30%“ í d-lið kemur: 27%. 
    b.     Í stað „11,5%“ í 1. málsl. e-liðar kemur: 10,35%. 

12. gr.

    Í stað „14,48%“ í 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: 14,52%.

IV. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.
13. gr.

    Tollur á vörum í tollskrárnúmerinu 2005.2003 í tollskrá í viðauka I við lögin verður 0% og 0 kr./kg.

14. gr.

    Tollur á vörum í tollskrárnúmerum sem heyra undir eftirfarandi vöruliði eða eru í eftirfarandi tollskrárnúmerum í tollskrá í viðauka I við lögin verður 0% og 0 kr./kg: 2105.0021, 2105.0029, 3926.2000, 4011.5000, 4013.2000, 4015, 4203, 4303, 4818.5000, 6101–6117, 6201–6217, 6309.0000, 6401–6406, 6504.0000, 6505.0000, 6506, 6507, 6812.9100, 8306.1010, 8714.9100–8714.9900, 9606, 9607, 9619.0011, 9619.0012, 9619.0091.

15. gr.

    Tollur á vörum í tollskrárnúmerum sem heyra undir 25.–97. kafla í tollskrá í viðauka I við lögin verður 0% og 0 kr./kg.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.
16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
    a.     Í stað „93,14 kr.“ í 1. tölul. kemur: 112 kr. 
    b.     Í stað „83,78 kr.“ í 2. tölul. kemur: 102 kr. 
    c.     Í stað „114,08 kr.“ í 3. tölul. kemur: 138 kr. 

17. gr.

    Í stað orðanna „tveggja vikna greiðslufrest og er þá hvert uppgjörstímabil tvær vikur, frá 1. til 15. hvers mánaðar og frá 16. til loka hvers mánaðar“ í 1. málsl. 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: eins mánaðar greiðslufrest og er þá hvert uppgjörstímabil einn mánuður, frá 1. hvers mánaðar til loka hans.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
    a.     Í stað „448,60 kr.“ í 1. tölul. kemur: 459,80 kr. 
    b.     Í stað „14,71 kr.“ í 2. tölul. kemur: 15,10 kr. 
    c.     Í stað „16,04 kr.“ í 3. tölul. kemur: 16,45 kr. 

19. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
    a.     Í stað „563,53 kr.“ í 1. tölul. kemur: 577,60 kr. 
    b.     Í stað „28,17 kr.“ í 2. tölul. kemur: 28,85 kr. 

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 14. gr. laganna:
    a.     Í stað orðanna „þó ekki“ í 8. tölul. kemur: þ.m.t. 
    b.     Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Ferðaleiðsögn. 

21. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. tölul. 3. mgr. 16. gr. laganna:
    a.     Orðin „og hópbifreiða“ í 1. málsl. falla brott. 
    b.     Í stað orðanna „sendi- og vörubifreiðar“ í 2. málsl. kemur: sendi-, vöru- og torfærubifreiðar. 

22. gr.

    Í stað 1. málsl. 6. mgr. 42. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Endurgreiða skal rekstraraðilum hópbifreiða, sem undanþegnir eru virðisaukaskatti skv. 6. tölul. 3. mgr. 2. gr., 19,35% af söluverði hópbifreiða sem þeir sannanlega selja úr landi. Hafi hópbifreiðin verið nýtt í blandaðri starfsemi og virðisaukaskattur af kaupverði hennar að hluta til verið færður til innskatts lækkar endurgreiðslan sem því hlutfalli nemur.

23. gr.

    Við 43. gr. A laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ákvörðun ríkisskattstjóra um sérstaka endurgreiðslu á virðisaukaskatti skv. XIII. kafla og ákvæðum til bráðabirgða í lögum þessum má skjóta til yfirskattanefndar samkvæmt ákvæðum laga nr. 30/1992, um yfirskattanefnd.

24. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2015“ í 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV í lögunum kemur: 31. desember 2016.

25. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Fari afhending skattskyldrar vöru eða þjónustu fram eftir 31. desember 2015 skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum. Þetta gildir án tillits til þess hvort samningur um sölu skattskyldrar vöru eða þjónustu hefur verið gerður fyrir 1. janúar 2016 eða greiðsla farið fram þá að hluta eða fullu.

26. gr.

    Við viðauka laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Vörur (áfengi) í tollskrárnúmerum:
2204.1021–2204.1029
2204.1031–2204.1039
2204.2121–2204.2129
2204.2141–2204.2149
2204.2151–2204.2159
2204.2161–2204.2169
2204.2191–2204.2199
2204.2921–2204.2929
2204.2941–2204.2949
2204.2951–2204.2959
2204.2961–2204.2969
2204.2991–2204.2999
2204.3021–2204.3029
2205.1021–2205.1029
2205.1091–2205.1099
2205.9021–2205.9029
2205.9091–2205.9099
2206.0041–2206.0049
2206.0051–2206.0059
2206.0081–2206.0089
2208.2021–2208.2029
2208.2081–2208.2089
2208.3011–2208.3019
2208.4011–2208.4019
2208.5031–2208.5039
2208.5041–2208.5049
2208.6011–2208.6019
2208.7081–2208.7089
2208.9021–2208.9029
2208.9031–2208.9039
2208.9081–2208.9089
2208.9091–2208.9099

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.
27. gr.

    2. málsl. 3. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

28. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
    a.     2. tölul. 2. mgr. fellur brott. 
    b.     4.–6. mgr. falla brott. 

29. gr.

    Í stað „24,96 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 25,60 kr.

30. gr.

    Í stað „40,30 kr.“ og „42,73 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 41,30 kr.; og: 43,80 kr.

31. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 3. gr. skal vörugjald af bifreiðum sem ætlaðar eru til útleigu hjá ökutækjaleigum lagt á árin 2016 og 2017 samkvæmt undanþáguflokki 3. gr. miðað við skráða losun koltvísýrings viðkomandi ökutækis, mælt í grömmum á hvern ekinn kílómetra. Lækkunin getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 500.000 kr. og er háð því skilyrði að næstu 15 mánuði eftir nýskráningu bifreiðar verði nýtingu hennar og starfsemi ökutækjaleigu hagað sem hér segir:
    a.     Bifreið skal skráð á ökutækjaleigu sem hefur leyfi frá Sam­göngustofu til reksturs ökutækjaleigu. 
    b.     Ökutækjaleiga skal haga starfsemi sinni að öllu leyti í samræmi við ákvæði laga um leigu skráningarskyldra ökutækja. 
    c.     Bifreið skal ein­göngu nýtt til útleigu hjá ökutækjaleigu sem er skráð fyrir henni. Við mat á því skal miðað við að unnt sé að gera grein fyrir a.m.k. 90% af akstri hennar með framlagningu leigusamninga eða með öðrum hætti sem tollstjóri metur fullnægjandi. 
    d.     Bifreið skal að öllum jafnaði leigð út til þriggja vikna eða skemur vegna tímabundinna þarfa leigutaka, svo sem vegna ferðalaga eða tímabundins afnotamissis eigin bifreiðar. Ökutækjaleigu er óheimilt að gera leigusamning við sama leigutaka, einstakling eða lögaðila, eða aðila tengdan honum, lengur en 45 daga af sérhverju 100 daga tímabili, hvort heldur sem um sömu bifreið er að ræða eða aðra bifreið, nema í eftirtöldum tilvikum, sbr. þó 3. mgr.: 
                1.     Þegar leigutaki er vátryggingafélag sem hefur starfsleyfi hér á landi og bifreið er tekin á leigu vegna tímabundins afnotamissis vátryggingartaka af eigin bifreið. 
                2.     Þegar leigutaki er lögaðili og bifreið er tekin á leigu vegna ferðalaga starfsmanna hans. 
    e.     Ökutækjaleiga skal haga bókhaldi sínu þannig að hún geti á hverjum tíma gert grein fyrir akstri þeirra bifreiða sem bera lægra vörugjald samkvæmt þessari málsgrein. Tollstjóri getur án fyrirvara óskað eftir gögnum þar um. 
    Sé bifreið notuð til annars en útleigu hjá ökutækjaleigu sem er skráð fyrir henni, sbr. c-lið 1. mgr., er tollstjóra heimilt að innheimta fullt vörugjald samkvæmt aðalflokki 3. gr. með 50% álagi. 
    Þeim sem hlotið hefur lækkun skv. 1. mgr. er heimilt að selja bifreið eða taka hana til annarrar notkunar en til útleigu hjá ökutækjaleigu innan tveggja ára tímabils, sbr. 1. mgr., enda greiði hann hluta eftirgefins vörugjalds, í réttu hlutfalli við þann tíma sem eftir er af tímabilinu.
    Ráðherra getur í reglugerð sett nánari reglur og skilyrði um þær bifreiðar sem njóta undanþágu skv. 1. mgr., svo sem um notkun og búnað ökutækis, svo og ákvæði um endurgreiðslu á mismun vörugjalds skv. 3. gr. annars vegar og 1. mgr. hins vegar ef skilyrðunum er ekki fylgt. Brot á ákvæðum ákvæðis þessa og reglugerðarinnar varðar því að hin brotlega ökutækjaleiga missir rétt til lækkunar frá þeim tíma þegar brot var framið.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum.
32. gr.

    Í stað „56 kr.“ í 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: 57,40 kr.

33. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
    a.     4. mgr. orðast svo: 
                  Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:

Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetra-
gjald, kr.
Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetra-
gjald, kr.



Deila

  •  
  •  
    inShare
10.000–11.000 0,29 21.001–22.000 7,08
11.001–12.000 0,91 22.001–23.000 7,71
12.001–13.000 1,53 23.001–24.000 8,32
13.001–14.000 2,15 24.001–25.000 8,93
14.001–15.000 2,77 25.001–26.000 9,54
15.001–16.000 3,39 26.001–27.000 10,17
16.001–17.000 4,00 27.001–28.000 10,79
17.001–18.000 4,61 28.001–29.000 11,41
18.001–19.000 5,23 29.001–30.000 12,02
19.001–20.000 5,84 30.001–31.000 12,64
20.001–21.000 6,48 31.001 og yfir 13,25



    b.     6. mgr. orðast svo: 
                  Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:

Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetra-
gjald, kr.
Leyfð heildarþyngd
ökutækis, kg
Kílómetra-
gjald, kr.
5.000–6.000 8,69 18.001–19.000 22,94
6.001–7.000 9,40 19.001–20.000 23,97
7.001–8.000 10,12 20.001–21.000 25,03
8.001–9.000 10,84 21.001–22.000 26,07
9.001–10.000 11,54 22.001–23.000 27,10
10.001–11.000 12,57 23.001–24.000 28,14
11.001–12.000 13,92 24.001–25.000 29,18
12.001–13.000 15,24 25.001–26.000 30,22
13.001–14.000 16,57 26.001–27.000 31,25
14.001–15.000 17,91 27.001–28.000 32,30
15.001–16.000 19,24 28.001–29.000 33,34
16.001–17.000 20,56 29.001–30.000 34,38
17.001–18.000 21,91 30.001–31.000 35,40
    31.001 og yfir 36,46



34. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Ef ekki er komið með ökutæki til álestrar á öðru álestrartímabili ársins 2015, sem stendur frá 1. til 15. desember 2015, sbr. 1. mgr. 14. gr., skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. janúar 2016.
    Við ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 13. gr. á álestrartímabilinu 1. júní til 15. júní 2016 skal ríkisskattstjóri deila eknum kílómetrum frá fyrri álestri með dagafjölda sama tímabils og reikna kílómetragjald af hverjum eknum kílómetra miðað við fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. janúar 2016 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. janúar 2016.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/2009, um um­hverfis- og auðlindaskatta, með síðari breytingum.
35. gr.

    Í stað „5,84 kr.“, „5,10 kr.“, „7,23 kr.“ og „6,44 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 6,00 kr.; 5,25 kr.; 7,40 kr.; og: 6,60 kr.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.
36. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
    a.     Í stað „5.415 kr.“ og „130 kr.“ í 2. mgr. kemur: 5.550 kr.; og: 133 kr. 
    b.     Í stað „50.705 kr.“, „2,16 kr.“ og „79.820 kr.“ í 4. mgr. kemur: 51.975 kr.; 2,22 kr.; og: 81.815 kr. 

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.
37. gr.

    Í stað orðanna „og 2015“ í ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum kemur: 2015 og 2016.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 138/2013, um stimpilgjald, með síðari breytingum.
38. gr.

    Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði 1. málsl. á ekki við þegar nafnbreyting verður á eiganda fasteignar eða skipa yfir 5 brúttótonnum í opinberum skrám, svo sem í þinglýsingabókum, í kjölfar félagaréttarlegs samruna, breytingar einkahlutafélags í hlutafélag eða skiptingar.

39. gr.

    8. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

40. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
    a.     Í stað orðsins „ráðuneytisins“ í 1. og 3. málsl. 1. mgr. kemur: yfirskattanefndar. 
    b.     2. og 3. mgr. falla brott. 

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum.
41. gr.

    Í stað orðsins „úrskurði“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: ákvarðanir.

42. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
    a.     Í stað orðanna „póstlagningu úrskurðar“ í 1. mgr. kemur: dagsetningu ákvörðunar. 
    b.     Í stað orðanna „úrskurðar“ og „úrskurðinum“ í 2. og 3. málsl. 2. mgr. kemur: ákvörðunar; og: ákvörðuninni. 

43. gr.

    Í stað orðsins „úrskurð“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: ákvörðun.

44. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
    a.     Í stað orðanna „uppkvaðningar nýs úrskurðar“ í 1. mgr. kemur: meðferðar að nýju. 
    b.     Í stað orðsins „úrskurði“ í 2. mgr. kemur: meðferð málsins. 

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum.
45. gr.

    Í stað orðanna „11. tölul.“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: 11.–12. tölul.

46. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
    a.     Í stað „1.000.000 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 1.200.000 kr. 
    b.     Í stað „0,0277%“ í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0297%. 
    c.     Í stað „0,0251%“ í b-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 0,026%. 
    d.     Í stað „0,314%“ og „1.000.000 kr.“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 0,32%; og: 1.200.000 kr. 
    e.     Í stað „0,172%“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 0,18%. 
    f.     Í stað „0,49%“ og „1.000.000 kr.“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 0,52%; og: 1.200.000 kr. 
    g.     Í stað „0,49%“ og „600.000 kr.“ í 5. tölul. 1. mgr. kemur: 0,52%; og: 700.000 kr. 
    h.     Í stað „1.000.000 kr.“ í 6. tölul. 1. mgr. kemur: 1.200.000 kr. 
    i.     Í stað „0,70%“ og „600.000 kr.“ í 7. tölul. 1. mgr. kemur: 0,72%; og: 700.000 kr. 
    j.     Í stað „0,80%“ og „600.000 kr.“ í 8. tölul. 1. mgr. kemur: 0,83%; og: 700.000 kr. 
    k.     Í stað „0,0097%“, „1.250.000 kr.“, „2.050.000 kr.“, „3.580.000 kr.“, „6.650.000 kr.“ og „7.710.000 kr.“ í 9. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0093%; 1.350.000 kr.; 2.260.000 kr.; 3.950.000 kr.; 7.330.000 kr.; og: 8.500.000 kr. 
    l.     Í stað „0,0059%“ og „1.000.000 kr.“ í 11. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0065%; og: 1.200.000 kr. 
    m.     Í stað „0,0078%“ og „600.000 kr.“ í 12. tölul. 1. mgr. kemur: 0,0082%; og: 700.000 kr. 
    n.     3. mgr. fellur brott. 

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 166/2011, um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, með síðari breytingum.
47. gr.

    Í stað „0,0148%“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,01118%.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.
48. gr.

    Í stað „10.159 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 10.464 kr.

49. gr.

    Í stað orðanna „2014 og 2015“ í ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum kemur: 2014, 2015 og 2016.

50. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Vegna útreiknings á dvalarframlagi skv. 21. gr. er á tímabilinu 1. janúar 2016 til og með 31. desember 2016 unnt að óska eftir því að Tryggingastofnun ríkisins beri saman útreikning dvalarframlags fyrir og eftir gildistöku laga nr. 166/2006 og laga nr. 120/2009. Ef samanburðurinn sýnir aukna kostnaðarþátttöku heimilismanns frá því sem var fyrir gildistöku þeirra laga skal leiðrétta dvalarframlag vegna framangreinds tímabils til samræmis við það.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum.
51. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða í lögunum:
    a.     Í stað „2015“ í 14. tölul. kemur: 2016. 
    b.     Í stað 1. málsl. 18. tölul. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Við útreikning tekjutryggingar þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum skal á tímabilinu 1. janúar 2015 til og með 31. desember 2015 gera samanburð á útreikningi tekjutryggingar annars vegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á árinu 2015 og hins vegar þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2013 auk 6,7% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis þessa. Þá skal við útreikning tekjutryggingar þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á tímabilinu 1. janúar 2016 til og með 31. desember 2016 gera samanburð á útreikningi tekjutryggingar annars vegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á árinu 2016 og hins vegar þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2013 auk 17,1% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis þessa. 

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, með síðari breytingum.
52. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði laganna skal skuldbinding ríkisins skv. 60. gr. á árinu 2016 samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar vera 1.559,3 millj. kr. Framlag til Kristnisjóðs skal vera 71,4 millj. kr. á árinu 2016.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., með síðari breytingum.
53. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, með síðari breytingum, skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 898 kr. á mánuði árið 2016 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

XX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 75/2011, um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, með síðari breytingum.
54. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. gr. skal framlag ríkissjóðs nema 149 millj. kr. á árinu 2016.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál, með síðari breytingum.
55. gr.

    Í stað „2015“ og „865 kr.“ í 4. mgr. 14. gr. laganna kemur: 2016; og: 1.042 kr.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 124/2014, um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, brottfall laga nr. 97/1987, um vörugjald, breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og breytingu á fleiri lögum.
56. gr.

    Á eftir orðunum „ferðaþjónustu fatlaðs fólks“ í 2. efnismálsl. c-liðar 1. gr. laganna kemur: skipulagðrar ferðaþjónustu aldraðra.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.
57. gr.

    Í stað 1. málsl. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Við útreikning heimilisuppbótar þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum skal á tímabilinu 1. janúar 2015 til og með 31. desember 2015 gera samanburð á útreikningi heimilisuppbótar annars vegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á árinu 2015 og hins vegar þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2013 auk 6,7% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum um almannatryggingar. Þá skal við útreikning heimilisuppbótar þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem fá greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum á tímabilinu 1. janúar 2016 til og með 31. desember 2016 gera samanburð á útreikningi heimilisuppbótar annars vegar samkvæmt þeim reglum sem gilda á árinu 2016 og hins vegar þeim reglum sem voru í gildi á árinu 2013 auk 17,1% hækkunar og að teknu tilliti til þess tekjumarks sem myndast hefur við framkvæmd 16. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum um almannatryggingar.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.
58. gr.

    Í stað orðanna „1. janúar 2014 til 31. desember 2014“ í ákvæði til bráðabirgða XI í lögunum kemur: 1. janúar 2015 til 31. desember 2016.

XXV. KAFLI
Gildistaka.
59. gr.

    Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
    Ákvæði a–d-liðar 1. gr. og 6.–7. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017 og koma til framkvæmda við álagningu 2018 og staðgreiðslu opinberra gjalda 2017.
    Ákvæði e-liðar 1. gr. og 3. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016 og koma til framkvæmda við álagningu 2017.
    Ákvæði a- og b-liðar 2. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2016.
    Ákvæði c-liðar 2. gr., 4.–5., 8., 24., 31., 37., 45., 49.–52., 54.–55. og 57.–58. gr. öðlast þegar gildi.
    Ákvæði 9.–12., 14., 16.–22., 25.–30., 32.–36., 38.–39., 46.–47., 53. og 56. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016.
    Ákvæði 13. og 15. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017.
    Ákvæði 23. og 40.–44. gr. öðlast gildi 1. janúar 2016 og frá þeim tíma tekur yfirskattanefnd við öllum óloknum ágreiningsmálum um stimpilgjald og endurgreiðslur virðisaukaskatts sem til meðferðar eru hjá ráðherra.
    Ákvæði 48. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2016 vegna tekna ársins 2015.

_____________

Samþykkt á Alþingi 19. desember 2015.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur