Sæl veriði.
Vildi láta vita að búið er að opna fyrir móttöku á umsóknum um lokunarstyrki sem gilda vegna stöðvunar á starfsemi frá og með 18. september, sbr. breytingar sem gerðar voru á lögum nr. 38/2020 með lögum nr. 119/2020.
Allir þeir rekstraraðilar sem var gert skylt að stöðva starfsemi sína í sóttvarnarskyni samkvæmt ákvörðunum heilbrigðisráðherra vegna COVID-19 geta sótt um lokunarstyrk, sem nefndur er lokunarstyrkur 3, jafnvel þótt lokunartímabil sé ekki liðið í einhverjum tilvikum. Það tímabil sem styrkur reiknast fyrir er frá 18. september til og með 17. nóvember 2020, en innan þess tímabils eru margar útgáfur af lokunum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Styrkumsóknir vegna tímabila eftir 17. nóvember verða auglýstar síðar.
Gott væri ef móttakendur þessa pósts kæmu á framfæri við viðskiptavini/félagsmenn sína þessum upplýsingum eftir því sem unnt er. Bent er á að ítarlegar leiðbeiningar eru á www.skatturinn.is sem gott er að kynna sér áður en hafist er handa við að fylla út umsóknina. Umsókn má nálgast á þjónustusíðu umsækjenda á www.skattur.is (eigin þjónustusíðu ef um er að ræða sjálfstætt starfandi einstakling en prókúruhafa ef um er að ræða lögaðila og þaðan inn í þjónustusíðu viðkomandi félags).
Nota líka tækifærið til að segja frá því að jafnframt er unnið að gerð umsóknar um tekjufallsstyrki. Breytingar á þeim lögum sem um þá gilda, nr. 118/2020, eru í farvatninu, sbr. þskj. 431 – 5. mál. Vonast er til að móttaka á umsóknum geti hafist á bilinu 15. – 17. desember n.k. en það verður auglýst vendilega þegar þar að kemur. Afgreiðsla á þeim umsóknum á ekki að taka langan tíma séu þær vel úr garði gerðar.
Kveðja / Regards