Search
Close this search box.

Lokunarstyrkir og tekjufallsstyrkir

Góðan dag.

Sendi þennan póst á þá sem hugsanlega geta haft hagsmuni af því að fylgjast með og upplýsa sína félagsmenn/viðskiptavini um stöðu mála varðandi nýsamþykkta lokunarstyrki (áframhald) og tekjufallsstyrki, en frumvarp þar um voru samþykkt á Alþingi í gær, fimmtudaginn 5. nóvember. Ekki eru komin númer á lögin.

 

Styrkir þessir eru ætlaðir þeim sem hefur verið gert að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaraðgerða og/eða þeim sem orðið hafa fyrir miklu tekjufalli vegna áhrifa faraldursins. Allir þeir sem stunda atvinnurekstur munu geta sótt um, hvort sem reksturinn er í gegnum félag eða á eigin kennitölu einstaklings, en ná þarf tilteknu tekjufalli á milli áranna 2019 og 2020 til að styrkur komi til álita, auk annarra skilyrða og takmarkana.

 

Þegar er hafin vinna við gerð umsóknar, leiðbeininga og annað það sem til þarf. Ljóst er að sú vinna mun taka einhverjar vikur en róið er að því öllum árum að unnt verði að sækja um  styrki sem fyrst. Búast má við frekari leiðbeiningum á vefsíðu Skattsins í næstu viku og síðan verður auglýst sérstaklega þegar opnað verður fyrir umsóknir.

 

Frá og með mánudeginum 9.nóvember verður unnt að leita nánari upplýsinga í beinum þjónustusíma Skattsins 4421414. Eins er hægt að óska eftir upplýsingum með tölvupósti sem sendist til [email protected].

 

Gott væri að hagsmunaaðilar kæmu því á framfæri við sína skjólstæðinga að það mun líða einhver tími þangað til hægt verður að sækja um. Smíði á rafrænum umsóknum þar sem eru mörg skilyrði og mörg atriði sem þarf að taka til skoðunar tekur sinn tíma. Allt er gert til að þessi tími verði sem stystur. Eftir að opnað verður fyrir móttöku umsókna, og ef þær eru fullnægjandi, ætti á hinn bóginn ekki að líða langur tími þangað til afgreiðsla fer fram.

 

 

Kveðja / Regards

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur