Meðfylgjandi eru lögum breyting á lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf.,með síðari breytingum. Lögin voru samþykkt sl föstudag en bíða birtingar í Stjtíð.
Málavextir eru þeir að um síðustu áramót lauk innheimtu afnotagjalds fyrir útvarpsafnot.
Um leið var tekið upp útvarpsgjald sem skattstjórar leggja á samhliða álagningu opinberra gjalda í júlí ár hvert. Með lögum nr. 174/ 2008, er tóku gildi 1. janúar sl., var m.a. ákveðið að gjalddagi útvarpsgjalds yrði einn. Í ljósi breyttra aðstæðna þótti rétt að endurskoða þessa tilhögun. Samkvæmt lögum þessum verða gjalddagar einstaklinga þrír í stað eins, þ.e. 1. ágúst, 1.september og 1. október.
Gjalddagi lögaðila verður á hinn bóginn 1. nóvember. Þá er tekið fram að dragist framlagning álagningarskrár fram yfir fyrsta gjalddaga einstaklinga eða lögaðila færist gjalddagar til um einn mánuð. Í stað þess að þurfa að greiða gjald þetta í einu lagi í ágúst, sbr. gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, dreifist útvarpsgjaldið því á þrjá gjalddaga.