Námskeið maí 2021
Rafrænn fyrirlestur/námskeið hjá fræðslunefnd FVB fimmtudaginn 27. maí frá kl. 9-11
Þá er komið að síðasta námskeiði okkar fyrir sumarfrí.
Fyrirlesari/kennari er Lúðvik Þráinsson, endurskoðandi hjá Deloitte og kennari hjá Háskólanum í Reykjavík.
Það sem Lúðvík mun taka fyrir er meðal annars:
Útreikningur á tekjuskattsstofni lögaðila. Þar er farið í gegnum miðlungs flókinn skattstofn og rætt um margt er tengist þessum útreikningum með vísan til laga og reglugerða. Eitthvað um nýjungar í því.
Útreikningur á tekjuskattsskuldbindingu. Ofl.
ATH. Fyrirlestrinum verður sendur út á zoom og Linkur til að taka þátt í fyrirlestrinum verður sendur á alla þátttakendur daginn áður.
Verð fyrir félagsmenn kr. 2.500. – Fyrir fólk utan félags kr. 4.000.-
ATH. Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.
Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta
Skráning er á vef FVB til og með þriðjudagsins 25. maí nk.
Vinsamlega athugið að afskráning þarf að berast í síðasta lagi 2 dögum fyrir námskeið.
Við viljum þakka öllum sem hafa komið á námskeiðin hjá okkur undanfarna mánuði við erum mjög ánægð hvað það hefur heppnast vel. Hlökkum til að sjá ykkur og heyra í ykkur næsta haust. Gleðilegt sumar.
Fræðslunefndin