Námskeið 2 í mars 2021
UPPGJÖRSGÖGNIN – HVAÐ BER AÐ HAFA Í HUGA
-Bætt vinnubrögð gætu skilað þér lengra og hjálpað þér við fráganginn.
Námskeið á ZOOM með Ingu Jónu Óskarsdóttur hjá „Bókhald og kennsla“. Mánudaginn 29. mars frá kl. 9 til 12
ATH. Fyrirlestrinum verður sendur út á Zoom. Linkur til að taka þátt í fyrirlestrinum verður sendur á þátttakendur daginn áður.
Af hverju þetta námskeið
Farið er yfir hvað ber að hafa í huga þegar við byrjum að undirbúningi skattframtala og ársreikningagerð
lögaðila. Hvað þurfum við að vera búin að gera við hvaða lykla, afstemmingum lokið og hvað svo ?
Er afstemmingum lokið ? – oft er ljóst þegar af stað er farið að nokkuð er eftir að gera.
Hvert er mat eigna og skulda, er búið að færa lokafærslur ? eru upphafsfærslur réttar ?
Hvernig sendum við þetta frá okkur ?. Við skoðum nokkur vinnubrögð og tillögur við frágang á þessum gögnum.
Markmið námskeiðsins
Þátttakendur kynninst og læri að nýta sér nýja tækni – t.d. innlestri, útlestri í upplýsingakerfi með csv tækni, eða B2B tækni (banki vs bókhald) – fullnýti flytilykla upplýsingakerfa og afstemmingartóla, læri að finna flytileiðir og flytilykla upplýsingakerfanna, aðild fagfélaga og upplysingaveitur þeirra, hvar eru handbækur, leiðbeiningar og eru til upptökur t.d. á netinu.
Fyrir hverja er námskeiðið?
§ Þá sem hafa áhuga á að kynna sér tækni § Þá sem vilja rifja upp hvar hægt er að nálgast leiðbeiningar á vefnum § Þá sem eru að vinna úr upplýsingum úr upplýsingakerfum og þurfa setja uppl. í upplýsingakerfi eða gagnagrunna § Þá sem hafa áhuga á að nýta tímann sinn betur með því að beita nýjum vinnuaðferðum
Verð:
Félagsmenn kr. 6.900 Utanfélagsmenn kr. 8.900
Athugið aðeins 25 manns í hóp svo allir fái sem mest útúr námskeiðinu.
Við munum svo bæta við fleiri námskeiðum eftir þörfum. ATH Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. Námskeiðið gefur 4,5 endurmenntunarpunkta.
Skráning er á vef FVB til og með föstudagsins 26. mars nk.
Bókhald og kennsla í samvinnu við Félag viðurkenndra bókara
Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari
Fræðslunefndin