Næsti gjalddagi virðisaukaskatts, fyrir tímabilið mars-apríl, er mánudagurinn 7. júní nk.
HVENÆR ÞARF AÐ VERA BÚIÐ AÐ GREIÐA
Athugið að ef greitt er í vefbanka þarf að ganga frá greiðslu fyrir kl. 21:00 á gjalddaga til þess að hún bókist samdægurs. Krafan er sýnileg í vefbanka til kl: 21 á gjalddaga.
KRAFA FINNST EKKI Í VEFBANKA
Ef krafa finnst ekki er hægt að greiða virðisaukaskattinn með AB gíró. Þá þarf að útbúa OCR-rönd, sem samanstendur af tilvísunarnúmeri, seðilnúmeri, færslulykli, stofnun, höfuðbók og reikningsnúmeri.
VVVVVVNNAAAA kkkkkkk 31-0001-26-025300
Tilvísunarnúmer
VVVVVV = sex stafa vsk-númer. Sé númerið styttra er sett 0 fyrir framan NN = númer tímabils (t.d. 16 fyrir mars-apríl) AAAA = ártal (2010)
Seðilnúmer
kkkkkkk = sjö fyrstu stafir í kennitölu greiðanda 31-0001-26-025300 eru færslulykill, stofnun, höfuðbók og reikningsnúmer.
TÝNDUR VEFLYKILL
Hafi veflykill glatast skal senda tölvupóst á [email protected] og verður þá lykill sendur á lögheimili, í almennum pósti. Vinsamlegast athugið veflykla í tíma svo hægt verði að afgreiða nýjan veflykil fyrir gjalddaga virðisaukaskatts.
SÍMAVAKT OG LEIÐBEININGAR
Símavakt er hjá ríkisskattstjóra á gjalddaga virðisaukaskatts í síma 563-1100 og 563-1111. Eftir lokun þjónustuvers kl. 16 er símavakt í síma 563-1111 til kl. 19:00.
Nánari leiðbeiningar um rafræn skil virðisaukaskatt má finna á vef ríkisskattstjóra undir www3.rsk.is/frodi og á www.skattur.is undir leiðbeiningar