Search
Close this search box.

Næstu skref í átt til einfaldara kerfis 2.3.2015

Næstu skref í átt til einfaldara kerfis2.3.2015

Endurskoðun á lögum og reglugerðum vegna kaupa á þjónustu erlendis frá og færsla á sölu áfengis í neðra þrep virðisaukaskatts er meðal þess sem er til skoðunar í næstu skrefum í átt að einfaldara virðisaukaskatts- og vörugjaldakerfi.

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði á árinu 2014 þriggja manna stýrihóp til að gera tillögur að einfaldara og skilvirkara virðisaukaskatts- og vörugjaldakerfi. Stýrihópnum er ætlað að starfa út kjörtímabilið og lauk fyrsta áfanga í endurskoðun kerfisins með  lagabreytingum sem tóku gildi 1. janúar 2015. Í þeim fólst stór áfangi í átt til meiri skilvirkni. Þannig tókst að minnka til muna bilið milli almenna virðisaukaskattsþrepsins og lægra virðisaukaskattsþrepsins, breikka og samræma skattstofn virðisaukaskatts gagnvart ferðaþjónustunni í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur, auk brottfalls almenna vörugjaldsins sem er stórt framfararskref í átt til einfaldari neysluskattlagningar.  

Að fengnum tillögum frá stýrihópnum um framhald vinnunnar  hefur fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að vinnu stýrihópsins út kjörtímabilið verði skipt upp í fimm verkþætti.  

Í fyrsta lagi verður unnið að breytingum sem snerta ferðaþjónustugreinar Nauðsynlegt er að ljúka vinnu sem snýr að þeim breytingum sem lögfestar voru í árslok 2014 og taka gildi í byrjun næsta árs, en þær sneru  m.a. að fólksflutningum og aðgangi að baðstöðum. Stofnaður verður starfshópur með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytis, Samtaka ferðaþjónustunnar, ríkisskattstjóra og tollstjóra til að vinna að þessu fram á mitt ár 2015. Starfshópurinn mun einnig skoða kosti og galla við virðisaukaskattskyldu af rekstri leigubifreiða og almenningssamgangna. 

Í öðru lagi verður lagt mat á það út frá sjónarmiðum skatteftirlits hvort ástæða sé til að færa sölu á áfengi í neðra þrep virðisaukaskatts og hækka gjaldhlutfall áfengisgjalds á þann veg að útsöluverð verði óbreytt. Fjármála- og efnahagráðuneytið og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ljúka greiningu  um þetta mál fyrir mitt árið. Þá verður hugað að fleiri þáttum eða starfsemi sem reynst hefur erfitt að fylgjast með frá sjónarhóli skatteftirlits, eins og sölu lífdýra (hesta, hunda, katta o.fl.).  

Í þriðja lagi verður unnið að endurskoðun laga og reglugerða um kaup á vöru og þjónustu frá útlöndum en undir þetta fellur meðal annars netverslun. Miklar breytingar hafa orðið á viðskiptaháttum undanfarin ár og víða erlendis hefur verið tekið mið af því með breyttum reglum.  

Í fjórða lagi verða endurskoðaðar reglugerðir og auglýsingar sem varða fasteignaleigu og byggingarstarfsemi og skattverð í slíkri starfsemi.  

Í fimmta lagi verður unnið að frekari greiningu á virkni virðisaukaskattkerfisins og nánari greining gerð á lykilþáttum kerfisins. Brýnt er að efla greiningu á helstu áhrifaþáttum virðisaukaskatts á grundvelli bestu fáanlegu upplýsinga á hverjum tíma enda skilar skatturinn um þriðjungi af heildarskatttekjum ríkissjóðs. Markmiðið með slíkri greiningu er að kortleggja með skýrari hætti virkni kerfisins sem er lítil samanborið við aðrar þjóðir og veikir það sem tekjuöflunartæki. Slíkri greiningu er ætlað að vera grundvöllur undir tekjuáætlun ríkissjóðs og einnig mat á breytingum einstakra þátta kerfisins, auk þess að vera stuðningur fyrir skattframkvæmdina almennt, bæði varðandi álagningu, eftirlit og innheimtu. 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur