Launin námskeið Fyrirlestur
Rafrænn fyrirlestur hjá fræðslunefnd FVB fimmtudaginn 27.október 2022 kl. 16.30 til 19.00
„LAUN FYRIRLESTUR“
Fyrirlesari: Inga Jóna Óskarsdóttir, viðurkenndur bókari, eigandi Bókhald og kennslu ehf.
Efni námskeiðsins er:
· Hvernig eru laun reiknuð
· Hvaða reglur gilda um reiknað endurgjald
· Tryggingagjaldstofninn
· Hverjir eru kostir og gallar launakerfa
· Umræður og miðlun þekkingar í lokin
Nánar:
· Staðgreiðsla, skattþrepin, hvernig reikna ég þetta
· Hvernig set ég upp einfaldan launaseðil
· Hver er skattstofninn
· Hver er stofn til tryggingagjalds
· Hver er munurinn á undanþegnum dagpeningum og staðgreiðsluskyldum dagpeningum
· Hvað er staðgreiðsluskylt og hvað ekki: Aksturspeningar, orlof, launauppbætur, lífeyrissjóðs mótframlag, hlunnindagreiðslur
· Reiknað endurgjald
· Launakerfin
Þátttakendum er beðnir að vera með bæði í tali og mynd á þessum fyrirlestri.
ATH. Fyrirlesturinn verður sendur út á Zoom í rauntíma. Linkur til að taka þátt í fyrirlestrinum verður sendur á þátttakendur daginn áður.
Verð: Félagsmenn kr. 7.500 Utanfélagsmenn kr. 9.500
Athugið aðeins 35 manns í hóp svo allir fái sem mest útúr námskeiðinu.
Lágmarksþátttaka: námskeiðið verður haldið ef lágmarksþátttaka næst.
ATH Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. Námskeiðið gefur 4 endurmenntunarpunkta Skráning er á vef FVB til og með miðvikudags 26. Október.
Fræðslunefnd