Námskeið númer 2 í október 2021
Rafræn vinnustofa, fræðsla og umræður hjá fræðslunefnd FVB þriðjudaginn 19. október frá kl. 16.30 til 19.00. Síðdegisnámskeið
„Ertu að stofna fyrirtæki eða byrja í rekstri? Hvað ber að hafa í huga?“
Leiðbeinandi: Elísa Berglind Sigurjónsdóttir. Elísa er leiðbeinandi í bókhaldi hjá Endurmenntun HÍ og hefur um árabil leiðbeint aðilum sem hyggja á sjálfstæða starfsemi, hvort heldur með rekstur á eigin kennitölu eða í gegnum félög með fyrstu skrefin, ábyrgð og skyldur.
Það sem verður tekið fyrir:
- Hvaða rekstrarform hentar starfseminni?
- Farið yfir nokkur rekstrarform og mismun á þeim, t.d. rekstur á eigin kennitölu, samlagsfélag, einkahlutafélag
- Ábyrgð og skyldur skv. lögum
- Stjórnarmanna? Framkvæmdastjóra? Stjórnarfomanns? Skoðunarmanns?
- Rekstraraðila
- Bókhaldsskylda
- Frágangur gagna
- Skilgreiningar á nokkrum hugtökum
- Farið yfir stofnun einkahlutafélags
- Þarf að sækja um VSK númer?
- Gluggað í lög og reglugerðir
- Skráning á launagreiðendaskrá
ATH. Fyrirlestrinum verður sendur út á Zoom í rauntíma. Linkur til að taka þátt í fyrirlestrinum verður sendur á þátttakendur daginn áður.
|