Góðan dag,
Nú er komið að næsta námskeiði á dagskrá okkar sem ber heitið „Fjárhagslegar áreiðanleikakannanir-tilgangur og framkvæmd“.
Farið verður yfir mismunandi aðferðir við gerð áreiðanleikakannanna með tilliti til verkkaupa og tilgangs könnunar. Rætt verður um breytingar á markaði fyrir áreiðanleikakannanir og þróun á skýrslum til að mæta kröfum markaðarins. Farið verður yfir uppsetningu á hefðbundinni áreiðanleikakönnun og hvernig kaupandi getur nýtt niðurstöður könnunar sér í hag við samningaborðið sem og við samþættingu hins keypta rekstrar við núverandi rekstur kaupanda.
Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 29. október frá kl. 9-11 á 9 hæð í Deloitte Turninum.
Námskeiðið kostar kr. 16.000.
Vinsamlegast sendu upplýsingar um greiðanda, kennitölu og heimilisfang við skráningu.
Hægt er á að skrá sig á [email protected]