Næsta námskeið FVB árið 2011 verður í VR salnum, fimmtudaginn 13. október 2011 frá kl. 17.00 – 19.30
DK – Bókhaldskerfið
Upplagt námskeið fyrir viðurkennda bókara sem vinna með DK bókhaldskerfið og vilja kynnast möguleikum þess nánar
Fulltrúi frá DK kennir okkur eftirfarandi:
Hvernig nota eigi DK forritin og excel saman.
Innlestur gagna frá bönkum beint til bókunar í DK.
Hvernig er best að nota fyrirspurnir, ásamt kynning um nýjungar ef tími gefst til.
Námskeiðið hefst kl. 17.oo
Kaffihlé með léttum veitingum Kl.18:oo -18:2o
Verð er kr. 2.000,- fyrir félagsmenn.
kr. 3.000,- fyrir utanfélagsmenn.
Innifalið námskeið og veitingar í kaffihléi.
Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.
Skráning er á vef FVB og athugið að fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.
Fræðslunefndin