Námskeið/ Kynning
Næsta námskeið fræðslunefndar FVB verður í VR salnum þriðjudaginn
12. mars 2013 frá kl. 17.00 – 19.30.
Efni námskeiðsins er :
Rafrænir reikningar – hvað er framundan.
Brynjar Hermannsson frá DK segir frá því hvernig DK virkar í rafrænum reikningum.
Heiðar Jón Hannesson frá Sendli kynnir það sem er framundan er varðandi rafræn samskipti og þær breytingar sem eru að verða hér á landi hjá stórum og smáum fyrirtækjum
Verð: kr. 3000, – fyrir félagsmenn
Kr. 5000,- fyrir utanfélagsmenn
Innifalið námskeið og veitingar í kaffihlé.
Námskeiðið gefur 3 endurmenntunarpunkta.
VR salurinn – jarðhæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7
Skráning er á vef FVB fyrir 10.mars og athugið að fjöldi þáttakanda takmarkast af stærð salarins.
Fræðslunefndin