Hér má finna gögn tengd aðalfundi sem haldinn var 18. mars 2016.
Nýr aðalfundur verður haldinn skv. ákvörðun þess sama aðalfundar, sem var slitið.
Þessi gögn því ekki lengur gild sem aðalfundargögn fyrir þann sem haldinn verður í maí.
Kæri félagi í fvb
Eins og fram kom í fundarboði þá eru innsend framboð og innsendar lagabreytingartillögur kynntar hér. Þetta var kynnt svo með aðalfundarboði til þess að gefa ykkur kost á að senda inn slík gögn fyrir fundinn og auka möguleika ykkar á virkri þáttöku.
Þær lagabreytingartillögur sem bárust eru birtar hér og verða teknar fyrir á aðalfundinum í samræmi við 23. gr. laga félagsins.
Vek jafnframt athygli á því að hægt er að bjóða sig fram til stjórnar eða nefndarstarfa á sjálfum aðalfundinum.
Loks liggur fyrir að stjórn fvb mun undir liðnum ,,önnur mál” kynna álit nefndar um starfsheiti og nám til viðurkenningar bókara.
Álitið er að finna hér
Eftirfarandi lagabreytingatillögur bárust:
Frá laga-samskipta og aganefnd
Þessar lagabreytingatillögur liggja fyrir við aðalfund og bið ég þig að kynna þér þær. Vinsamlega athugaðu að ef þú vilt geta lesið þær sjálf/sjálfur á aðalfundinum þá verður þú að prenta þær út eða koma með tölvu með þér.
Eftirfarandi framboð liggja fyrir:
Stjórn fvb (5 félagar): Starfandi stjórnarmenn sem gefa kost á sér áfram:
Hallgerður Hauksdóttir, sem meðstjórnandi til tveggja ára
Valgerður Gísladóttir, sem meðstjórnandi til eins árs
Framboð sem bárust:
Eva María Guðmundsdóttir, sem meðstjórnandi til eins árs
Það liggur fyrir að ekki hafa borist framboð til formanns né varaformanns.
Fræðslunefnd (5 félagar): Það liggur fyrir að einn úr fræðslunefnd er á fyrsta ári og starfar því áfram, Sonja Kjartansdóttir. Harpa Þráinsdóttir sem kom inn sem varamaður á síðasta aðalfundi gefur kost á sér og einnig Áslaug Ólöf Kolbeinsdóttir sem kom inn sem varamaður á starfsárinu.
Að auki gefa kost á sér inn í fræðslunefnd þær Hanna Guðmundsdóttir og Klara Sigurbjörnsdóttir, sem nýjir nefndarmenn.
Laga-samskipta og aganefnd (3 félagar):
Tvær í laga-samskipta og aganefnd ganga út eftir tveggja ár þjónustu og ein hefur beðist lausnar.
Skemmtinefnd (3 félagar): Kosið er til eins árs og óvíst hvort þeir sem þar starfa ætla að gefa kost á sér áfram.
Hér má finna ársreikning félagsins. Ath hann kemur inn á fimmtudagsmorgun, eftir yfirferð skoðunarmanna.
(ATH: hlekkur á ársreikning var tekinn út þar eð skekkja var í reikningnum. Var hann því ekki lagður fram til samþykktar á aðalfundinum. Réttur reikningur verður lagður fram á nýjum aðalfundi. Ekki er rétt að hafa rangan ársreikning í dreifingu á heimasíðu félagsins).
Hér má finna aðalfundarboð sem sent var með tölvupósti 4.mars sl.
Athugið, ef þið viljið hafa þau skjöl sem hér er að finna á fundinum, að þið þurfið að prenta þau út eða taka með ykkur tölvu.
Virðingafyllst,
Stjórn fvb.