Efnislína: Nefndarálit fá utanríkismálanefnd.um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á . viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn ( ENDURSKOÐENDUR:)
:N.ál : Þ.ál.sjálf
Í meðfylgjandi máli er lagt til að lögleiddar verði reglur sem styðja það markmið ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusamb. að skapa gagnkvæmt traust milli lögbærra yfirvalda í aðildarríkjunum og tiltekinna þriðju ríkja hvað varðar opinbert eftirlit, gæðaeftirlit og rannsóknir, en jafnframt að tryggja að réttinda hlutaðeigandi aðila sé gætt.
Innleiðing á þessum reglum kallar á lagabreytingar hér á landi og mun fyrirhugað frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008 fjalla um það efni.
140. löggjafarþing 2011?2012.
Þingskjal 1362 ? 612. mál.
Síðari umræða.
Nefndarálit
um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2012 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.
Frá utanríkismálanefnd.
Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bergþór Magnússon og Guðbjörgu Evu H. Baldursdóttur frá utanríkisráðuneyti og Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Málið var sent til efnahags- og viðskiptanefndar og henni gefinn kostur á að gefa álit sitt á tillögunni. Ekki bárust athugasemdir um málið.
Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 32/2012, frá 10. febrúar 2012, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/30/ESB frá 19. janúar 2011 um jafngildi opinberra eftirlits-, gæðatryggingar-, rannsóknar- og viðurlagakerfa fyrir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki í tilteknum þriðju löndum og umbreytingartímabil vegna endurskoðunarstarfsemi endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja í Evrópusambandinu sem eru frá tilteknum þriðju löndum. Sex mánaða frestur, samkvæmt EES-samningnum, til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara var veittur til 10. ágúst 2012. Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 4. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála frá 1. október 2010.
Markmið ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar er að skapa gagnkvæmt traust milli lögbærra yfirvalda í aðildarríkjunum og tiltekinna þriðju ríkja hvað varðar opinbert eftirlit, gæðaeftirlit og rannsóknir, en jafnframt að tryggja að réttinda hlutaðeigandi aðila sé gætt.
Innleiðing ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og mun fyrirhugað frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008 fjalla um það efni. Eftir framlagningu kemur frumvarpið að líkindum til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.
Hvorki er gert ráð fyrir að væntanlegar lagabreytingar muni hafa verulegan kostnað í för með sér né stjórnsýslulegar afleiðingar hér á landi. Þá er ekki fyrirséð að breytingarnar hafi efnahagslegar afleiðingar fyrir einkaaðila hér á landi.
Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
Alþingi, 8. maí 2012.