Search
Close this search box.

Nefndarálit frá utanríkismálanefnd.

Efnislína: Nefndarálit fá utanríkismálanefnd.um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar  um breytingu á . viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn ( ENDURSKOÐENDUR:)
:N.ál  : Þ.ál.sjálf
  Í meðfylgjandi máli er lagt til að lögleiddar verði reglur sem styðja það markmið ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusamb. að skapa gagnkvæmt traust milli lögbærra yfirvalda í aðildarríkjunum og tiltekinna þriðju ríkja hvað varðar opinbert eftirlit, gæðaeftirlit og rannsóknir, en jafnframt að tryggja að réttinda hlutaðeigandi aðila sé gætt.
  Innleiðing á þessum reglum  kallar á lagabreytingar hér á landi og mun fyrirhugað frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008 fjalla um það efni.
140. löggjafarþing 2011?2012.
Þingskjal 1362  ?  612. mál.
Síðari umræða.
Nefndarálit
um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2012 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.
Frá utanríkismálanefnd.
     Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bergþór Magnússon og Guðbjörgu Evu H. Baldursdóttur frá utanríkisráðuneyti og Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Málið var sent til efnahags- og viðskiptanefndar og henni gefinn kostur á að gefa álit sitt á tillögunni. Ekki bárust athugasemdir um málið.
     Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 32/2012, frá 10. febrúar 2012, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/30/ESB frá 19. janúar 2011 um jafngildi opinberra eftirlits-, gæðatryggingar-, rannsóknar- og viðurlagakerfa fyrir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki í tilteknum þriðju löndum og umbreytingartímabil vegna endurskoðunarstarfsemi endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja í Evrópusambandinu sem eru frá tilteknum þriðju löndum. Sex mánaða frestur, samkvæmt EES-samningnum, til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara var veittur til 10. ágúst 2012. Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 4. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála frá 1. október 2010.
     Markmið ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar er að skapa gagnkvæmt traust milli lögbærra yfirvalda í aðildarríkjunum og tiltekinna þriðju ríkja hvað varðar opinbert eftirlit, gæðaeftirlit og rannsóknir, en jafnframt að tryggja að réttinda hlutaðeigandi aðila sé gætt.
     Innleiðing ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og mun fyrirhugað frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008 fjalla um það efni. Eftir framlagningu kemur frumvarpið að líkindum til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.
     Hvorki er gert ráð fyrir að væntanlegar lagabreytingar muni hafa verulegan kostnað í för með sér né stjórnsýslulegar afleiðingar hér á landi. Þá er ekki fyrirséð að breytingarnar hafi efnahagslegar afleiðingar fyrir einkaaðila hér á landi.
     Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
Alþingi, 8. maí 2012.
Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur