Search
Close this search box.

Nefndarálit ásamt breytingartillögum við frv. til l. um breyt. á l. um tekjusk og lögum um staðgr.

Í  meðfylgjandi nefndaráliti eru tillögur til breytinga frá upphaflegu frumvarpi.

Sjá nefndarálit.

Þær eru einkum þessar:
1. Nefndin leggur til  að ráðherra fái heimild til að samræma matsferli skuldaeftirgjafar, þ.m.t. afskriftir afskriftanefnda fjármálafyrirtækja, þannig að uppfyllt séu skilyrði undanþágu þeirrar sem fyrirhuguð breyting á 28.grein tskl. gerir ráð fyrir  í því tilviki þegar eignir eru ekki til fyrir skuldum. Leggur nefndin því til þetta orðalag: "Hið sama á við um eftirgefnar skuldir sem mælt er fyrir um í nauðasamningi til greiðsluaðlögunar skv. X. kafla a í lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með áorðnum breytingum, eða á annan fullnægjandi hátt sannað að eignir eru ekki til fyrir að uppfylltum skilyrðum samkvæmt reglugerð sem fjármálaráðherra setur um huglægt mat á forsendum eftirgjafar, skilyrði þess að eftirgjöf teljist ekki til tekna, upplýsingagjöf skv. 92. gr. o.fl. "
2.  Í öðru lagi er lagt til að í reglugerð sem ráðherra setur á grundvelli lokamálsgreinar þeirrar greinar  frumvarpsins sem kveður á um að skattaðili sem eigi  hlut  félagi heimilisföstu í lágskattaríki skuli greiða tekjuskatt af hagnaði þess, verði  sett í reglugerð nöfn þeirra ríkja sem greininni er ætlað að taka til .
Einnig að í reglugerðinni verði nánari grein gerð fyrir hugtökunum eignarhald og stjórnunarleg yfirráð.
3. Tilvísan 75.gr tskl. til 3.gr í tskl. er breytt með tilliti til fjölgunar töluliða í greininni (v/skattskyldu vaxta hjá erlendum aðilum.).

Í greinargerð segir nefndin svo:
 "Nefndin vekur athygli á því að í áliti frá 18. desember sl. hafnaði efnahags- og skattanefnd að láta sjálfvirka upplýsingaskyldu eiga við um upplýsingar um skuldir og hvers konar sjóðsreikninga, sbr. lög nr. 164/2008. Nefndin telur nú að hagsmunir skattyfirvalda af umræddri upplýsingaskyldu séu ótvíræðir en tilgangur hennar er að stuðla að bættum framtalsskilum og gera skatteftirlit virkara. Einnig má gera ráð fyrir að þessi grein eins og aðrar reglur frumvarpsins um upplýsingamiðlun auðveldi rannsókn á bankahruninu."

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur