Nefndarálit og breytingartillögur við frv. til l. um breyt. á l. um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (einföldun reglna við samruna og skiptingu). Aðgengi skattyfirvalda að samrunaskýrslu.
Í meðfylgjandi tillögum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög sem varðar EES reglur um einföldun reglna við samruna og skiptingu félaga , eru lagðar til breytingar frá upphaflegri gerð þess.
Nefndinni var bent á að ef upphaflega frumvarpið yrði óbreytt að lögum myndi það valda því að skattyfirvöldum yrði gert erfiðara fyrir en ella við skatteftirlit. Einnig komu fram atriði sem varða öryggi lánardrottna félaganna
Leggur því efnahags – og viðskiptanefndin nú til að gerð verði sú breyting á frumvarpinu að þrátt fyrir samþykki allra hluthafa um að falla frá gerð samrunaskýrslu skuli engu að síður lögð fram yfirlýsing frá endurskoðanda um að hve miklu leyti samruninn kunni að rýra möguleika lánardrottna á fullnustu í einstökum félögum.