Netbókhald.is er hugbúnaðarfyrirtæki sem leigir út bókhaldskerfi á netinu og veitir viðskiptavinum sínum margvíslega þjónustu.
Starfið felst m.a. í umsjón með bókhaldi fyrirtækisins og að leiðbeina notendum kerfisins, annars vegar með leiðbeiningum í síma og hins vegar með kennslu á námskeiðum.
Þar sem starfið krefst töluverðrar bókhaldskunnáttu væri gott ef viðkomandi hefði reynslu af uppgjöri og gerð ársreikninga. Áríðandi er að viðkomandi hafi góða þjónustulund og hæfileika til að miðla upplýsingum.
Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt starf í góðum og samhentum starfsmannahóp.
Áhugasamir hafi samband við Guðmund í síma 533-2090 eða á netfangið [email protected]