Ný rafræn skilríki á snjallkortum fyrir endurskoðendur og bókara tekin í notkun fyrir skil á skattframtölum með DK-framtalsforriti.
Ný rafræn skilríki á snjallkortum
Fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins og Auðkenni hf fyrir hönd bankakerfisins hafa verið í samstarfi um undirbúning á útgáfu og innleiðingu rafrænna skilríkja á snjallkortum og debetkortum fyrir landsmenn. Markmið með notkun rafrænna skilríkja eru m.a. örugg, vottuð og ábyrg rafræn samskipti milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að styðja og taka í notkun rafræn skilríki á snjallkortum, starfsskilríki, frá og með 7. maí 2009 vegna skila á skattframtölum með DK-framtalsforriti. Þessi snjallkort eru gefin út af Auðkenni í samstarfi við bankastofnanir. Rafræn skilríki á debetkortum eru einnig studd.
Rafræn skilríki eru persónuskilríki og handhafar skilríkjanna á kortum geta notað þau til rafrænnar auðkenningar og undirritunar í tölvusamskiptum við hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir. Nánari upplýsingar um rafræn skilríki er að finna á vefnum http://skilriki.is/
Útgáfu eldri rafrænna skilríkja hætt
Útgáfu rafrænna skilríkja Tollstjóra, svonefndra vefafgreiðsluskilríkja, hefur nú verið hætt. Áfram má nota þau vefafgreiðsluskilríki sem í gildi eru hjá viðskiptavinum þar til þau falla úr gildi. Til að skila skattframtali með DK-framtalsforriti eftir að vefafgreiðsluskilríki þín falla úr gildi, þarftu því að vera með gild rafræn skilríki á snjallkorti frá Auðkenni. Við skil skattframtala er því hægt að nota gild vefafgreiðsluskilríki og rafræn skilríki í snjallkorti (debetkort og starfsskilríki).
Sækja um starfsskilríki frá Auðkenni
Þú getur sótt um starfsskilríki frá Auðkenni með því að smella á tengilinn: http://umsoknir.audkenni.is/
Nauðsynlegt er að sækja tímanlega um starfsskilríkin til að tryggja samfelldan aðgang að skilum framtala með DK-forritinu