Ellefta launakönnun Félags viðurkenndra bókara var lögð fyrir í mars síðastliðnum. Könnunin var send á alla virka félagsmenn og var svarhlutfallið 51%.
Helstu niðurstöður
- Heildarlaun hækka um 2,3% frá fyrri könnun og meðal útseldur taxti hjá sjálfstætt starfandi hækkar um 3,5%
- Vinnuvikan hefur lengst aftur um 0,6 klst að meðaltali.
- Launakröfur halda áfram að hækka og eru 2,3 hærri en síðast.
- Launakröfur eru 8% hærri en meðallaun sem er sami munur og í síðustu könnun.
Hér eru niðurstöðurnar sýndar í máli og myndum:
Hvort ert þú karl eða kona? |
Hvar á landinu býrðu?
Hver er starfsaldur þinn í árum í sama starfi eða sambærilegu og þú ert í nú?
Ertu með aðra menntun en viðurkenndur bókari?
Ef svo er, hvaða gráðu/prófi laukstu síðast?
Hversu stórt hlutfall af störfum þínum telur þú að falli beint undir þær kröfur sem þú þurftir að standast í prófi til viðurkenningar bókara?
(hér undir myndi til dæmis ekki falla afgreiðsla á viðskiptavinum, að raða upp vörum, samskipti við önnur fyrirtæki, auglýsingar, símsvörun og fleira slíkt)
Í hvaða atvinnugrein er fyrirtækið sem þú starfar í?
(ef þú vinnur í fleiri en einu fyrirtæki miðaðu þá svarið við það starf sem hefur hærra starfshlutfall)
Hve margir vinna hjá fyrirtækinu?
(ef þú vinnur í fleiri en einu fyrirtæki miðaðu þá svarið við það starf sem hefur hærra starfshlutfall)
Hvert er starfsheiti þitt?
(ef þú vinnur í fleiri en einu fyrirtæki miðaðu þá svarið við það starf sem hefur hærra starfshlutfall)
Ertu sátt/ur við vinnuálag þitt í starfi?
Finnst þér hæfni þín á vinnumarkaði hafa batnað, staðið í stað eða versnað
með námi í viðurkenndum bókurum eða öðru réttindanámi?
Hvernig líður þér á vinnustað?
Hver var staða þín á atvinnumarkaði í janúar 2020?
Varst þú í fullu starfi eða hlutastarfi á árinu 2019?
Ef í hlutastarfi, hvert var starfshlutfallið á árinu 2019? Ef hlutfallið var breytilegt, skráðu þá meðaltalið
(veldu það sem kemst næst þínu hlutfalli)
Fékkst þú greidd laun 1. febrúar 2020?
Hvert var starfshlutfall þitt í janúar 2020?
(veldu það sem kemst næst þínu hlutfalli)
Hversu mikið hafðir þú í heildarlaun 1.febrúar 2020, fyrir skatt? (Hér er átt við laun fyrir allan janúarmánuð. Með heildarlaunum er átt við grunnlaun ásamt breytilegum aukagreiðslum s.s. yfirvinnu, bónusgreiðslum, bílastyrk og öðrum aukagreiðslum.) |
Að meðaltali voru heildarmánaðarlaun umreiknuð fyrir fullt starf 694.276 kr. en það er hækkun um 2,3% frá fyrri könnun. |
Hvert er fyrirkomulag launagreiðslna hjá þér? |
Hvaða aukagreiðslur eru innifaldar í heildarmánaðarlaunum þínum, miðað við síðustu launaútborgun?
(vinsamlega merktu við allt sem við á)
Hversu há upphæð af heildarlaunum þínum 1.febrúar 2020 voru eftirtaldir launaliðir, sbr.launaseðil?
(Vinsamlega skiptu sömu upphæð og þú skráðir í heildarlaun)
Hver af eftirfarandi hlunnindum færð þú á þínum vinnustað?
(vinsamlega merktu við allt sem við á)
Hversu langa vinnuviku vannst þú að jafnaði í janúar 2020 í þínu aðalstarfi? |
Meðalvinnuvikan allra sem svöruðu var 39,3 klukkustundir og hefur lengst aftur um 0,6 klst frá síðustu könnun, en svörin voru allt frá 20 til 90 klukkustunda. |
Þeir sem vinna fulla vinnu, eru að vinna að meðaltali 41,6 klukkustund á viku (sem er 0,3 klst lengra en síðast) og voru svör þeirra allt frá 30 til 60 klukkustunda. |
Hvað vinnur þú marga af þessum tímum í fjarvinnu? |
Að meðaltali voru tæpir 9 klukkutímar á viku unnir í fjarvinnu, af þeim sem unnu fjarvinnu. Svörin voru þó allt frá 1 klst upp í 50 klst. |
Hvaða grunnlaun finnst þér sanngjörn fyrir þína vinnu miðað við starfsreynslu og menntun? (vinsamlega miðaðu upphæðina við fullt starf) |
Að meðaltali fannst fólki sanngjörn laun fyrir fullt starf vera 750.600 kr. og hefur þessi upphæð hækkað jafnt og þétt, nú síðast um 2,3%. Svörin voru allt frá 340.000 kr. til 1.500.000 kr. |
Fórst þú í starfsmannaviðtal/launaviðtal/ráðningarviðtal á síðasta ári? |
Urðu breytingar á kjörum þínum og/eða starfi í kjölfar viðtalsins?
Ef þú ert sjálfstætt starfandi, hver er útseldur taxti (án vsk) hjá þér á hverja klukkustund? |
Meðaltaxti var 7.721 kr (hækkun um 3,5% frá síðustu könnun). Svörin spönnuðu allt frá 4.000 kr. til 15.000 kr. |
Notar þú heimasíðu félagsins, fvb.is? |
Hvernig finnst þér heimasíða FVB vera uppfærð varðandi námskeið og aðra atburði?
Hvernig finnst þér FVB að vera að standa sig í að þjónusta félagsmenn?
Myndir þú vilja hafa fleiri eða færri námskeið á vegum FVB?
Hvað af eftirfarandi viðburðum, sem félagið stæði fyrir, hefðir þú áhuga á að mæta á?
(veldu eins marga valmöguleika og þú vilt)