“Búið er að setja upp “megamenu” (eða ofurvalmynd) á rsk.is, en í því felst að þegar notandi fer með músina yfir meginflokkana (einstaklingar, rekstur/félög, fagaðilar, fyrirtækjaskrá og um RSK) þá kemur upp valmynd sem birtir undirflokkana og efni hvers undirflokks. Með þessu er aðgengi að efni vefsins einfaldað og stytt til muna. Endilega prófið á www.rsk.is
Einnig hafa verið gerðar breytingar á skattalagasafninu þannig að í efnisyfirliti þeirra laga sem hafa kaflaskiptingu birtist nú númer greina í hverjum kafla. Það sama verður gert við kaflaskiptar reglugerðir.” Endilega prófið á www.skattalagasafn.is