Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú á haustþingi leggja fram frumvarp til breytingar á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga.
Drög að frumvarpinu eru nú birt á heimasíðu ráðuneytisins til almennrar kynningar og er öllum frjálst að senda inn athugasemdir vegna þeirra, allt til 30. september.
Vakin er athygli á því að frumvarpsdrögin eru lifandi skjal sem getur tekið breytingum þar til ráðherra leggur það fram á Alþingi í haust.
Stjórn fvb mun vinna umsögn um frumvarpið fyrir hönd félagsins, en sérhver félagi í fvb getur einnig komið á framfæri eigin athugasemdum við ráðuneytið og við hvetjum þá sem áhugasamir eru til að gera það, enda kemur þetta frumvarp starfsumhverfi viðurkenndra bókara mikið við.
Hlekkur á tilkynningu með öllum upplýsingum:
http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/idnadar-og-vidskiptamal/frettir/nr/8728
stjórn fvb.