“Nýtt skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytis
Nýtt skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytis tók gildi í dag, 3. apríl 2012, þegar ráðherra staðfesti ákvörðun um skipulag ráðuneytisins, sbr. 17. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 með síðari breytingum. Þá ákvörðun sem nú er komin til framkvæmda á skipulagi ráðuneytisins má að nokkru leyti rekja til breytinga sem gerðar voru á Stjórnarráði Íslands og flutnings verkefna milli ráðuneyta sem gildi tóku 1. september sl., en þá voru málefni fjármálaráðuneytisins og málefni er varða efnahagsmál færð undir eitt og sama ráðuneyti: fjármála- og efnahagsráðuneytið. Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra um skipulag ráðuneytisins skiptist starfsemi þess nú í fjórar skrifstofur og tvö svið, auk nýrrar skrifstofu yfirstjórnar. Skrifstofurnar eru Sviðin eru Skilgreindir verkefnahópar vinna að málefnum sem varða verksvið fleiri en einnar skipulagseiningar ráðuneytisins.
Ráðuneytisstjóri annast samræmingu á starfsemi skrifstofa og sviða og stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Við þær breytingar sem nú eru gerðar á skipulagi fjármála- og efnahagsráðuneytisins verður jafnframt til sérstök eining, er starfar í umboði ráðuneytisins, sem ætlað er að sinna kjara- og mannauðsmálum ríkisins. Nánar er fjallað um starfsemi og skipulag ráðuneytisins á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.” Skipurit Skipuritið samanstendur af átta einingum. Ráðherra er efstur í skipuriti með aðstoðarmönnum sínum. Þar næst koma fimm skrifstofur og tvö svið sem eru Undir skrifstofu yfirstjórnar eru fjórar skrifstofur og tvö svið sem tengja skrifstofurnar saman. Sviðin eru lögfræðisvið og rekstrarsvið, skrifstofurnar eru skrifstofa efnahagsmála, skrifstofa opinberra fjármála, skrifstofa skattamála og skrifstofa stjórnunar og umbóta.
|
|