Search
Close this search box.

Nýtt skipulag fjármála-og efnhagsráðuneytis

“Nýtt skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytis

3.4.2013

Nýtt skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytis tók gildi í dag, 3. apríl 2012, þegar ráðherra staðfesti ákvörðun um skipulag ráðuneytisins, sbr. 17. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 með síðari breytingum.

Þá ákvörðun sem nú er komin til framkvæmda á skipulagi ráðuneytisins má að nokkru leyti rekja til breytinga sem gerðar voru á Stjórnarráði Íslands og flutnings verkefna milli ráðuneyta sem gildi tóku 1. september sl., en þá voru málefni fjármálaráðuneytisins og málefni er varða efnahagsmál færð undir eitt og sama ráðuneyti: fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Samkvæmt ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra um skipulag ráðuneytisins skiptist starfsemi þess nú í fjórar skrifstofur og tvö svið, auk nýrrar skrifstofu yfirstjórnar.

Skrifstofurnar eru

  • skrifstofa efnahagsmála,
  • skrifstofa opinberra fjármála,
  • skrifstofa skattamála og
  • skrifstofa stjórnunar og umbóta.
  • Sviðin eru

  • lögfræðisvið og
  • rekstrarsvið.
  • Skilgreindir verkefnahópar vinna að málefnum sem varða verksvið fleiri en einnar skipulagseiningar ráðuneytisins.

    Ráðuneytisstjóri annast samræmingu á starfsemi skrifstofa og sviða og stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.

    Við þær breytingar sem nú eru gerðar á skipulagi fjármála- og efnahagsráðuneytisins verður jafnframt til sérstök eining, er starfar í umboði ráðuneytisins, sem ætlað er að sinna kjara- og mannauðsmálum ríkisins.

    Nánar er fjallað um starfsemi og skipulag ráðuneytisins á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.”

    Skipurit

    Skipurit

    Skipuritið samanstendur af átta einingum. Ráðherra er efstur í skipuriti með aðstoðarmönnum sínum.

    Þar næst koma fimm skrifstofur og tvö svið sem eru

  • skrifstofa yfirstjórnar,
  • skrifstofa efnahagsmála,
  • skrifstofa opinberra fjármála,
  • skrifstofa skattamála,
  • skrifstofa stjórnunar og umbóta,
  • lögfræðisvið og
  • rekstrarsvið.
  • Undir skrifstofu yfirstjórnar eru fjórar skrifstofur og tvö svið sem tengja skrifstofurnar saman. Sviðin eru lögfræðisvið og rekstrarsvið, skrifstofurnar eru skrifstofa efnahagsmálaskrifstofa opinberra fjármálaskrifstofa skattamála og skrifstofa stjórnunar og umbóta.  


     
     

    Close Popup

    Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

    Close Popup
    Privacy Settings saved!
    Friðhelgisstillingar

    Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


    Tæknilegar vafrakökur
    Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
    • wordpress_test_cookie
    • wordpress_logged_in_
    • wordpress_sec

    GDPR stillingar
    Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
    • CookieConsent

    Hafna öllum vafrakökum
    Save
    Samþykkja allar vafrakökur