Search
Close this search box.

Ökutækjastyrkir og frádrættir á móti slíkum greiðslum

“Ökutækjastyrkir og frádrættir á móti slíkum greiðslum13.4.2018

Að gefnu tilefni vegna opinberrar umfjöllunar um ökutækjastyrki vill embætti ríkisskattstjóra benda á að ökutækjastyrkir eru skattskyldar tekjur og reiknast tekjuskattur og útsvar á þær tekjur með sama hætti og aðrar launatekjur.

Framteljendur sem hafa tekjur af ökutækjastyrkjum kunna að eiga heimild að færa til frádráttar kostnað vegna aksturs.

Í 1. tölul. 1. mgr. A-liðar 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er m.a. kveðið á um að frá tekjum manna sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi megi draga útgjöld að hámarki móttekinni fjárhæð ökutækjastyrkja sem sannað sé að séu ferðakostnaður vegna atvinnurekanda og séu í samræmi við matsreglur ríkisskattstjóra.

Ríkisskattstjóri gefur árlega út skattmat  þar sem bæði er fjallað um tekjur og mat á þeim og frádrátt á móti ýmsum greiðslum. Skattmatið er birt í B-deild Stjórnartíðinda og á rsk.is. Í kafla 3.1 er fjallað um reglur sem gilda um frádrátt á móti fengnum ökutækjastyrk. Þar kemur fram að frá ökutækjastyrk, sem launamaður skal færa til tekna, heimilast til frádráttar tiltekinn kostnaður á hvern ekinn kílómetra í þágu launagreiðanda. Aldrei leyfist hærri fjárhæð til frádráttar en talin er til tekna sem ökutækjastyrkur. Skilyrði fyrir frádrættinum er að fyrir liggi skriflegur afnotasamningur þar sem aksturserindum er skilmerkilega lýst og að færð hafi verið akstursdagbók eða akstursskýrsla, þ.m.t. á rafrænu formi, þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmer viðkomandi ökutækis, sbr. reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu. Einnig þarf að liggja fyrir hver heildarakstur bifreiðar er á hverju ári. Færa skal þessi gögn reglulega og skulu þau vera aðgengileg skattyfirvöldum þegar þau óska þess.

Samkvæmt framansögðu er frádráttur á móti ökutækjastyrk háður því að sannanlega sé um að ræða greiðslu launagreiðanda til að mæta útlögðum kostnaði launamanns vegna ferða sem eru í þágu atvinnustarfsemi launagreiðandans. Launamaðurinn þarf þannig ætíð að hafa orðið fyrir kostnaði vegna aksturs í þágu launagreiðanda þannig að skilyrði frádráttar séu til staðar. Séu skilyrðin uppfyllt þarf almennt ekki að leggja fram gögn um kostnað eða akstur heldur er heimilt að byggja frádrátt á þeim fjárhæðum sem ákvarðaðar eru árlega í skattmati. Engu að síður þarf launamaður og eftir atvikum launagreiðandi að geta sýnt fram á að til hafi fallið kostnaður sem er frádráttarbær.

Frádráttarreglum var breytt á tekjuárinu 2014 á þann veg að nú er miðað við tiltekna krónutölu á hvern ekinn kílómetra í þágu launagreiðanda og fer fjárhæðin lækkandi eftir því sem meira er ekið. Áður var byggt á tilgreindum kostnaðartölum sem launamenn gerðu grein fyrir í skattframtali sínu, en að ákveðnu hámarki.

Rétt er að taka fram að um greiðslur til þingmanna gilda lög nr. 88/1995, um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað. Er þar m.a. fjallað um endurgreiðslur á ferðakostnaði og sérstaklega tekið fram að slíkar greiðslur séu ekki skattskyldar. Þannig er ekki um að ræða ökutækjastyrki í þessu sambandi heldur endurgreiðslur á útlögðum kostnaði og framangreindar frádráttarreglur eiga því ekki við um þá sem fá greiðslur samkvæmt lögum nr. 88/1995.

Ríkisskattstjóri “

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur