Örnámskeið í gerð fundargerða
Nú er lag að kynna sér betur hvað það er sem góð fundargerð inniheldur. Námskeiðið verður stutt
og hnitmiðað og ætti að nýtast öllum þeim sem þurfa að skila af sér upplýsingum um það sem fram
fór á fundi. Þetta efni á erindi til þeirra sem sitja í t.a.m. stjórnum, nefndum, húsfélögum,
verkefnahópum, starfsmannafélögum og víðar.
Námskeiðið verður haldið laugardaginn 26. janúar frá kl. 10:30 til 12:00
í safnaðarheimili Hjallakirkju, Álfheiði 17.
Þeir sem hafa tök á, eru hvattir til að taka með sér tölvu.
Verð fyrir POWERtalk félaga kr. 1500.
Verð fyrir aðra kr. 2500.
Vinsamlegast smellið á eftirfarandi hlekk til að skrá ykkur.
http://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dGFxSEl2STBmd3RzUENya2phd0VSV0E6MQ