Opni háskólinní HR kynnir stutt og hagnýt námskeið sérsniðin að þörfum þeirra sem starfa við bókhald. Endurmenntunareiningar FVB fást fyrir að sitja námskeiðin.
Félagsmenn FVB fá 10% afslátt á námskeiðin. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á verkefnastjóra námskeiðs, [email protected] áður en námskeiðið hefst til að fá þessi sérkjör.
Excel í starfi bókarans Hefst 28.október (16 klst.) Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig nota má töfluforritið Excel til að auka afköst og skilvirkni í störfum bókara, m.a. við yfirferð vinnuskjala, vinnslu gagna og útreikninga. Meðal efnistaka er uppsetning ársreiknings, gerð fyrningatöflu, gerð lánatöflu, VSK afstemming, veltitöflur (Pivot) ásamt því að farið verður í helstu aðgerðir í Excel, flýtihnappa, formúlur, útlit skjala og framsetningu gagna. Tími: Kennsla fer fram á mánudögum og þriðjudögum dagana 28. og 29. október og 4. og 5. nóvember frá kl. 16.00 – 20.00 alla dagana. Verð:62.000 kr.
Leiðbeinandi: Páll Daði Ásgeirsson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte.
Námskeiðið veitir samtals 30 endurmenntunareiningar FVB.
Skráning og nánari upplýsingar
Tekjuskattsskuldbinding, sjóðstreymi og skattar Á námskeiðinu verður farið í upprifjun á sjóðstreymi og skattaútreikningum fyrirtækja auk þess sem fjallað verður um nýjungar í skattamálum eftir því sem við á. Þá verður farið ítarlega í útreikninga tekjuskattsskuldbindingar. Tími:Kennsla fer fram þriðjudaginn 26. nóvember og miðvikudaginn 27. nóvember frá kl. 13.00 – 17.00 báða dagana.
Verð:39.000 kr.
Leiðbeinandi:Lúðvík Þráinsson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte. Námskeiðið veitir samtals 15 endurmenntunareiningar FVB. Skráning og nánari upplýsingar
|
||
– |