1. Nú er búið að opna netframtal lögaðila (RSK 1.04 og RSK 1.06) árgerð 2016 á þjónustusíðunni skattur.is.
2. Búið er að útbúa öll hefðbundin eyðublöð vegna framtalsskila einstaklinga og lögaðila 2016 á PDF-formi og setja á sinn stað á rsk.is (undir “Eyðublöð”).+
Þetta eru eyðublaðaseríur RSK 1.XX, 2.XX, 3.XX og 4.XX, auk 2016 árgerðar af vsk-blöðunum RSK 10.25 og RSK 10.27.
Einnig rekstrarleiðbeiningabæklingar RSK 8.10 (Leiðbeiningar v. landbúnaðarskýrslu) og RSK 8.11 (Leiðbeiningar með rekstrarskýrslu).
Rekstrarleiðbeiningarbæklingur lögaðilaframtals, RSK 8.05, er einnig tilbúinn og kominn á sinn stað inn á rsk.is.
Þessir bæklingar koma væntanlega úr prentun í þessari viku.
NB. Nú eru ekki lengur prentuð nein eyðublöð í prentsmiðju, nema RSK 3.19 (hlutabréfablaðið) og RSK 4.01 (eignaskrá).
3. Nánast allar hefðbundnar áramótaauglýsingar frá fjármálaráðuneytinu og ríkisskattstjóra eru komnar á sinn stað á rsk.is (undir “Fagaðilar – Auglýsingar”).
4. Ýmsar hefðbundnar orðsendingar sem gefnar eru út í upphafi árs eru komnar á sinn stað á rsk.is (undir “Atvinnurekstur – Orðsendingar”).
5. Búið er að setja inn á rsk.is Bifreiðaskrá ársins 2016 (bæði bæklinginn á PDF-formi og eins rafrænu uppflettinguna).
6. Búið er að uppfæra á rsk.is allt efni sem tekur breytingum um áramót, s.s. texta um skattmat og reiknað endurgjald 2016. Einnig nýjar fjárhæðir barnabóta og allar reiknivélar.
7. Fyrirframgreiðsluseðlar lögaðila 2016 eru farnir út.
8. Veflyklabréf til nýrra lögaðila á skrá (félög stofnuð 2015) eru farin út.
Karl Óskar Magnússon