Óvissuferð FVB föstudaginn 11. maí 2012
Með hækkandi sól og hita í lofti ætlum við að skella okkur út fyrir borgina,
hafa gaman saman og taka sumrinu i mót.
Við ætlum að styrkja félagsandann úti í náttúrinni með söng, gleði og
veitingum sem hæfa skemmtilegu fólki í skemmtilegri ferð.
Í tilefni afmæli félagsins verður þessi ferð félagsmönnum að kostnaðarlausu og það er aldrei að vita nema það leynist lítil afmælisgjöf fyrir þátttakendur.
Við ætlum að hittast hjá Borgarholtsskóla í Grafarvogi kl. 18:00
þar sem langferðabifreið mun taka vel á móti okkur og keyra okkur út í óvissuna.
Áætluð heimkoma verður um 22:00, áfangastaðir verða tveir,
Borgarholtsskóli Grafarvogi og síðan eitt af öldurhúsum borgarinnar.
Verið vel klædd því það kólnar nú oft þegar líða fer á kvöldið
Skráning er á heimasíðu FVB og lýkur 8. maí 2012