{joomplu:101}Óvissuferð ársins var á síðasta föstudag og tókst með eindæmum vel. Góð mæting var og voru sannarlega allir í góðu skapi og nutu lífsins. Farið var í Guðmundarlund sem er í umsjá Skógræktarfélags Kópavogs. Þegar þar var komið var genginn stuttur hringur, grillað og svo sungið af hjartans list. Söngvurum fannst þetta takast það vel að rætt var um að stofna FVB kórinn.
Veðrið lék við okkur þrátt fyrir smá dembu í lok ferðar, en þá var bara farið inn og kveikt upp í arninum til ylja okkur.
Við tökum nú sumrinu mót og vil ég í kjölfarið þakka öllum félagsmönnum fyrir góðan og skemmtilegan vetur, bæði á sviði fræðslu og skemmtunar.
Megum við eflast og dafna enn frekar.
Kveðja
Júlía Sigurbergsdóttir
Formaður Félags viðurkenndra bókara