Ríkisskattstjóri vekur athygli tilkynningarskyldra aðila á að samþykkt var breyting á lögum nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þann 15. júní síðastliðinn. 1393/152 lög (samhlj.): aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is)
Tilkynningarskyldir aðilar sem lúta eftirliti ríkisskattstjóra samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laganna eru hvattir til að kynna sér sérstaklega breytingar er varða áhættumat tilkynningarskyldra aðila og framkvæmd áreiðanleikakönnunar.
Unnið er að uppfærslu á fræðsluefni á vef ríkisskattstjóra.