Vakin er athygli á nýrri heimasíðu utanríkisráðuneytisins er varðar upplýsingar um þvingunaraðgerðir sem Ísland fylgir, sbr. lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, nr. 93/2008, og lög um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna, nr. 64/2019.
http://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/lagamal/thvingunaradgerdir/
Á þessari heimasíðu er nú hægt að skrá sig á póstlista til að fylgjast með breytingum á lista yfir þvingunaraðgerðir (landalisti). Þessi áskrift á að nýtast tilkynningarskyldum aðilum, m.a. til þess að uppfylla kröfu 2. mgr. 7. gr. laga nr. 64/2019 um frystingu fjármuna o.fl.
Skráning er á áskriftarsíðu stjórnarráðsins en þar er flokkurinn „Þvingunaraðgerðir –breytingar á landalista“ valin undir fyrirsögninni „Annað“.