Dagsetning: 2018-11-16
Tími frá: 09:00 – 16:30
Staðsetning: Grand Hótel – Gullteigi, Sigtúni 38
Verð: 12.200
Hámarksfjöldi: Takmarkast af stærð salarins
Síðasti skráningardagur: 2018-11-12
Lýsing
Ráðstefna Félags viðurkenndra bókara verður haldin föstudaginn 16. nóvember 2018 á Grand Hótel – Gullteigi kl. 9:00 – 16:30
DAGSKRÁ
Kl. 9:00 – 9:30 Léttur morgunverður
Kl. 9:30 Margrét Friðþjófsdóttir formaður FVB setur ráðstefnuna
kl. 9:40 – 10:40 Persónuverndarlögin
Frá FACTO ehf. koma þeir Páll Ólafsson og Gunnar Jóhann Birgisson og verða með kynningu um áorðnar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni.
kl. 10:40 – 10:50 Kaffihlé
kl. 10:50 – 11.30 Inexchange með kynningu á rafrænum reikningum.
Pétur Geir Grétarsson kemur frá Inexchange og verður með kynningu á rafrænum reikningum. Markmið Inexchange er að gera rafræn viðskipti að raunhæfum kosti fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð. Þúsundir fyrirtækja nota nú lausn Inexchange, allt frá einyrkjum upp í stærsu fyrirtæki. Inexchange hefur hlotið viðurkenningar fyrir lausnir sem þykja bæði traustar og ódýrar.
kl. 11:30 – 12:00 Ari Eldjárn – Uppistand.
Ara Eldján þarf vart að kynna en hann er okkar fremsti uppistandari um þessar mundir.
kl. 12:00 – 13:00 Hádegisverður
kl. 13:00 – 14:30 Lúðvík Þráinsson löggiltur endurskoðandi.
Ýmis skattamál og fleira.
kl. 14:30 – 14:40 Kaffihlé
kl. 14:40 – 15:40 DK hugbúnaður
Kynntar verða nýjungar í DK sem nýtast viðurkenndum bókurum og nýjar vinnslur/kerfi fyrir snjalltæki og vefinn.
kl. 15:40 – 16:30 Pálmar Ragnarsson, fyrirlestur.
Pálmar Ragnarsson er körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í
gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlestrana hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins.
Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.
kl. 16:30 Ráðstefnu slitið.
Verð fyrir félagsmenn kr. 12.200.- aðrir greiða kr. 18.200.-
Innifalið morgunverður, hádegismatur og kaffi.
Ráðstefnan gefur 15 endurmenntunarpunkta.
Skráning er á vef FVB til og með 12. nóvember. Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.
Fræðslunefndin