Search
Close this search box.

Ráðstefna Félags viðurkenndra bókara

    Dagsetning: 2018-11-16 

    Tími frá: 09:00   – 16:30

    Staðsetning: Grand Hótel – Gullteigi, Sigtúni 38 

    {google_map}Sigtúni 38{/google_map}  

    Verð: 12.200 

    Hámarksfjöldi: Takmarkast af stærð salarins 

    Síðasti skráningardagur: 2018-11-12 

    Lýsing

    Ráðstefna Félags viðurkenndra bókara verður haldin föstudaginn 16. nóvember 2018 á Grand Hótel – Gullteigi kl. 9:00 – 16:30

    DAGSKRÁ

    Kl. 9:00 – 9:30 Léttur morgunverður

    Kl. 9:30             Margrét Friðþjófsdóttir formaður FVB setur ráðstefnuna

    kl. 9:40 – 10:40 Persónuverndarlögin

    Frá FACTO ehf. koma þeir Páll Ólafsson og Gunnar Jóhann Birgisson og verða með kynningu um áorðnar breytingar á persónuverndarlöggjöfinni.

    kl. 10:40 – 10:50 Kaffihlé

    kl. 10:50 – 11.30 Inexchange með kynningu á rafrænum reikningum.

    Pétur Geir Grétarsson kemur frá Inexchange og verður með kynningu á rafrænum reikningum. Markmið Inexchange er að gera rafræn viðskipti að raunhæfum kosti fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð. Þúsundir fyrirtækja nota nú lausn Inexchange, allt frá einyrkjum upp í stærsu fyrirtæki. Inexchange hefur hlotið viðurkenningar fyrir lausnir sem þykja bæði traustar og ódýrar.

    kl. 11:30 – 12:00 Ari Eldjárn – Uppistand.

    Ara Eldján þarf vart að kynna en hann er okkar fremsti uppistandari um þessar mundir.

    kl. 12:00 – 13:00 Hádegisverður

    kl. 13:00 – 14:30 Lúðvík Þráinsson löggiltur endurskoðandi.

    Ýmis skattamál og fleira.

    kl. 14:30 – 14:40 Kaffihlé

    kl. 14:40 – 15:40 DK hugbúnaður

    Kynntar verða nýjungar í DK sem nýtast viðurkenndum bókurum og nýjar vinnslur/kerfi fyrir snjalltæki og vefinn.

    kl. 15:40 – 16:30 Pálmar Ragnarsson, fyrirlestur.

    Pálmar Ragnarsson er körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í
    gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlestrana hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins.
    Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.

    kl. 16:30 Ráðstefnu slitið.

    Verð fyrir félagsmenn kr. 12.200.- aðrir greiða kr. 18.200.-  

    Innifalið morgunverður, hádegismatur og kaffi.

    Ráðstefnan gefur 15 endurmenntunarpunkta.

    Skráning er á vef FVB til og með 12. nóvember. Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.                                                 

    Fræðslunefndin 

      Close Popup

      Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

      Close Popup
      Privacy Settings saved!
      Friðhelgisstillingar

      Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


      Tæknilegar vafrakökur
      Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
      • wordpress_test_cookie
      • wordpress_logged_in_
      • wordpress_sec

      GDPR stillingar
      Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
      • CookieConsent

      Hafna öllum vafrakökum
      Save
      Samþykkja allar vafrakökur