Search
Close this search box.

Ráðstefna FVB 18. nóvember

Loksins! Ráðstefna Félags viðurkenndra bókara verður haldin föstudaginn 18. nóvember á Grand Hótel – Gullteigi kl. 9:00 – 16:30.

Húsið opnar kl. 8

 

DAGSKRÁ

Kl. 8:00-8:30 Húsið opnar fyrir innskráningu

Kl. 8:30 – 9.00 Léttur morgunverður

Kl. 9.00 Dagskrá hefst í Gullteig:

Agnes Vala Bryndal formaður FVB setur ráðstefnuna

Hluthafaskrá: Kristinn Sölvi, verkefnastjóri Hluthafaskrár kemur og kynnir kerfið fyrir bókurum og hvernig þeir geta notað það fyrir sína viðskiptavini.

Peningaþvættislög: Þórir Sigvaldason frá Identi fer yfir peningaþvættislögin, lögin aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka: yfirferð á regluverki um peningaþvætti, skyldur bókara og hvernig þeir geta uppfyllt þær.

Helga Braga Jónsdóttir leikkona flytur okkur gamanmál.

Ath. Uppröðun og nánari tímasetning fyrir hádegi verður sett inn í næstu viku.

Kl. 12:00 – 13:00 Hádegishlé: Stórglæsilegt Jólahlaðborð að hætti kokkana á Grand.

Kl. 13:00 – 14:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lögmaður og framkvæmdastjóri Lagastoðar mun fjalla um erfðamál, erfðafjárskatt, kaupmála, erfðarskrár, sambúðarsaminga, lífeyrismál, skiptingu lífeyrisréttinda og líftryggingagreiðslna. Umfjöllun verður sniðin að sérfræðisviði viðurkenndra bókara og hvernig þeir geta best hagað ráðgjöf í þessum efnum til viðskiptamanna sinna.

14-16:30 Markmiðasetning. Ingrid Kulman er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Að setja sér markmið er að ákveða hvaða árangri maður vill ná. Rannsóknir sýna að það sem einkennir þá sem ná miklum árangri í lífinu er að þeir vita hvað þeir stefna og hvað þeim finnst mikilvægt. Markmiðin eru drifkrafturinn sem knýr þá áfram og er undirstaðan að velgengni þeirra í lífinu.

Á námskeiðinu verður m.a. farið í ávinning markmiða, hvað einkennir góð markmið, mismunandi tegundir og lög markmiða, SMART markmið og sjónmyndun. Þátttakendur taka virkan þátt í umræðum og verkefnum.

Kl. 16:30 Ráðstefnu slitið.

Verð fyrir félagsmenn er kr. 16.900.- aðrir greiða kr. 21.900.-

Innifalið morgunverður, glæsilegt jólahlaðborð í hádegi, kaffi og konfekt.

Ráðstefnan gefur 15 endurmenntunarpunkta.

Skráning er á vef FVB til og með mánudagsins 14. nóvember. Fjöldi þ

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur