Ráðstefna FVB Föstudaginn 15. Nóvember 2024.
Ráðstefna Félags viðurkenndra bókara verður haldin föstudaginn 15. nóvember á Grand Hótel. Frá kl. 8.30-15.00 Húsið opnar 7.30 fyrir innskráningu og morgunverð
Happy hour á barnum frá 15.00-17.00 fyrir þá sem vilja.
Þið sem búið úti á landi athugið: FVB er í gullklúbb Grand Hótels og býðst sérstakt verð á herbergjum fyrir okkar félagsmenn.
Úrdráttur úr dagskrá dagsins:
Húsið opnar kl. 7.30 Morgunmatur framreiddur til 8.30.
Á dagskrá er meðal annars:
Kl. 8.30 Formaður setur ráðstefnuna
Lúðvík Þráinsson frá Deloitte: Kemur og fer yfir ýmislegt skemmtilegt, eins og honum er einum lagið.
Sólveig Gunnarsdóttir, fjármálaráðgjafi og formaður Fka. Hvernig geta bókarar ráðlagt viðskiptavinum sínum ofl.
Ebenezer frá Syndis: Upplýsingaöryggi á mannamáli. Góð ráð og hvað ber að varast.
Björn Berg Gunnarsson, ráðgjafi. Lífeyrismál ofl. ofl.
Advania: Signet transfer, rafrænar undirskriftir ofl.
Þetta er aðeins úrdráttur úr dagskránni. Auglýsing með fullri dagskrá og tímasetningum verður send út í næstu viku.
Skemmtiatriði fyrir hádegishlé
Hádegishlaðborð: Hið rómaða jólahlaðborð Grand hótels
Kl. 15.00 Formlegri dagskrá slitið en bendum á að það er Happy hour á barnum fyrir þá sem vilja setjast niður og spjalla.
Verð fyrir félagsmenn er kr. 20.900.- aðrir greiða kr. 25.900.-
Innifalið morgunverður, glæsilegt jólahlaðborð í hádegi, og kaffi allan daginn.
Skráning er á vef FVB til og með miðvikudags 13. nóvember. Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.
Skráning á ráðstefnuna er bindandi. Afskráning þarf að berast skriflega til [email protected] a.m.k. 3 virkum dögum fyrir ráðstefnu.
FÉLAGSMENN ATHUGIÐ BREYTINGAR Á HEIMASÍÐU TIL AÐ KOMAST INNÁ MÍNAR SÍÐUR:
Þú ferð inn á fvb.is – efst í hægra horni er hnappur “mínar síður”
Þú ýtir á hann og þá kemur upp flipi um að skrá inn netfangið þitt og svo ýtir þú á “Sendu mér innskráningarslóð”
Þú færð um hæl póst um að innskrá þig beint úr póstinum.
Fræðslunefndin