Search
Close this search box.

REGLUGERÐ um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

Í meðfylgjandi REGLUGERÐ nr 622,13.07.sl 2 um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi segir svo í 6.gr (Leturbreytingar og innskot  frá S.Har):

„Þegar framleiðslu kvikmyndar eða sjónvarpsefnis er lokið skal umsækjandi senda iðnaðarráðuneyti bréflega staðfestingu þar að lútandi með beiðni um útborgun endurgreiðslu.

Slíkri beiðni skal fylgja:

a. Ársreikningur eða árshlutareikningur framleiðslufélagsins sem dagsettur er eftir lok framleiðslunnar.

b. Sundurliðað yfirlit um framleiðslukostnað þar sem endanlegur kostnaður er borinn saman við kostnaðaráætlun, og eftir atvikum leiðrétta kostnaðaráætlun, sem send var iðnaðarráðuneyti þegar sótt var um endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Ef hluti af framleiðslukostnaði uppfyllir ekki skilyrði 3. mgr. 2. gr. laga nr. 43/1999 um skattlagningu launa og verktakagreiðslna skal frádráttur vegna þeirra koma skýrt fram við framsetningu á framleiðslukostnaði sem sótt er um endurgreiðslu fyrir.

ATH:Lög nr 43/199 eru  um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi þar segir í 3.mgr.2.gr.:Með framleiðslukostnaði er átt við allan kostnað sem fellur til hér á landi og heimilt er að draga frá tekjum af atvinnurekstri samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt.) Laun og verktakagreiðslur teljast eingöngu til framleiðslukostnaðar séu þau sannanlega skattlögð hér á landi.“)

c. Ef verulegur mismunur er á áætlun og raunverulegum kostnaði skv. einstökum kostnaðarliðum skal til viðbótar fylgja greinargerð þar sem slík frávik eru skýrð. Verulegur mismunur telst vera á þeim liðum þar sem endanlegar fjárhæðir víkja meira en 20% frá upphaflegri áætlun.

d. Sundurliðun á framleiðslukostnaði eftir þeim löndum sem hann féll til í.

e. Staðfesting stjórnar og framkvæmdastjóra umsækjanda um að kostnaðaruppgjör sé í samræmi við ákvæði laga nr. 43/1999, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, með síðari breytingum, og reglugerða settra á grundvelli þeirra.

Nemi endurgreiðslan hærri fjárhæð en 20 milljónum króna skal kostnaðaruppgjör jafnframt endurskoðað. Í því skyni að staðreyna kostnaðaruppgjör getur nefnd skv. 3. gr. óskað eftir viðeigandi upplýsingum frá skattyfirvöldum sem og bókhaldi félagsins. Sé kostnaðaruppgjör og/eða fylgigögn þess ófullnægjandi skal nefndin veita umsóknaraðila frest til að skila inn fullnægjandi gögnum. Berist nefndinni ekki fullnægjandi gögn við lok frestsins eða bendi gögn málsins til að kostnaðaruppgjör sé ekki í samræmi við ákvæði laga nr. 43/1999 skal hún leggja til við ráðherra að beiðni um endurgreiðslu verði hafnað.

Berist beiðni um útborgun endurgreiðslu eftir að sex mánuðir hafa liðið frá lokum framleiðslu kvikmyndar eða sjónvarpsefnis skal hafna henni.“

Sjá reglugerð hér.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur