Meðfylgjandi er frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá.
Tilgangur með þessu frumvarpi er að stuðla að skráningu
kaupskipa á Íslandi.Er lagt til að sett verði á stofn íslensk alþjóðleg
skipaskrá sem verði vistuð hjá Siglingastofnun Íslands.og heimilt að skrá
kaupskip í millilandasiglingum og er markmiðið fyrst og fremst að kaupskip
íslensku útgerðanna skrái skipin hér á landi í stað þess að þau séu skráð
erlendis og sigli undir erlendum þjóðfána.
Er einnig stefnt að því að erlendar kaupskipaútgerðir sjái hag sinn í því að skrá skip
sín hér á landi.
Samhliða þessu frumvarpi leggur
fjármálaráðherra fram frumvarp er snýr að þeim breytingum sem nauðsynlegt er að
gera á skattalögum til að tilganginum með stofnun íslenskrar alþjóðlegrar
skipaskrár verði náð.Er þar um að ræða frumvarp ykkur
sent þann 28.feb. sl.: Þskj. 1002 — 660. mál.”Frumvarp til laga um
skattlagningu kaupskipaútgerðar. “