Á árinu 2006 sameinuðust Siglufjarðarkaupstaður og
Ólafsfjarðarkaupstaður í nýtt sveitarfélag, Fjallabyggð.
Fjármálaráðherra hefur ákveðið að sveitarfélagið
Fjallabyggð skuli falla undir Norðurlandsumdæmi vestra, sbr. 4. tölul. 1. mgr.
84. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Á árinu 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og
Skeggjastaðahreppur í nýtt sveitarfélag, Langanesbyggð.
Fjármálaráðherra hefur ákveðið að sveitarfélagið
Langanesbyggð skuli falla undir Norðurlandsumdæmi eystra, sbr. 5. tölul. 1. mgr.
84. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 2.
málsl. 2. mgr. 84. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, kemur til framkvæmda við
álagningu opinberra gjalda 2007 vegna tekna ársins 2006 og ákvörðun staðgreiðslu
og virðisaukaskatts vegna launa og veltu frá og með 1. janúar 2007.
Fjármálaráðuneytinu, 30. nóvember
2006.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.