Search
Close this search box.

RSK- auglýsing um ákvörðun skattaumdæma v.sameininga

Ólafsfjörður ogSkeggjastaðahreppur færast milli umdæma vegna sameiningar við Siglufjörð og Þórshöfn.    AUGLÝSING    um ákvörðun skattumdæma vegna sameininga sveitarfélaga, sbr. 84. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.  

Við álagningu opinberra gjalda 2007 vegna tekna ársins 2006 og ákvörðun
staðgreiðslu og virðisaukaskatts vegna launa og veltu frá og með 1. janúar 2007

kemur til framkvæmda ný umdæmaskipan að því er
tvö sveitarfélög varðar sbr neðangreint

 


AUGLÝSING
um ákvörðun skattumdæma vegna
sameininga sveitarfélaga, sbr. 84. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með
síðari breytingum.

1. gr.

Með auglýsingu þessari er kveðið á um mörk
skattumdæma vegna sameininga sveitarfélaga á árinu 2006 í þeim tilvikum þegar
sameining hefur verið þvert á skatt­umdæmi.

2. gr.

Á árinu 2006 sameinuðust Siglufjarðarkaupstaður og
Ólafsfjarðarkaupstaður í nýtt sveitarfélag, Fjallabyggð.

Fjármálaráðherra hefur ákveðið að sveitarfélagið
Fjallabyggð skuli falla undir Norðurlandsumdæmi vestra, sbr. 4. tölul. 1. mgr.
84. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

3. gr.

Á árinu 2006 sameinuðust Þórshafnarhreppur og
Skeggjastaðahreppur í nýtt sveitarfélag, Langanesbyggð.

Fjármálaráðherra hefur ákveðið að sveitarfélagið
Langanesbyggð skuli falla undir Norðurlandsumdæmi eystra, sbr. 5. tölul. 1. mgr.
84. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

4. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 2.
málsl. 2. mgr. 84. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, kemur til framkvæmda við
álagningu opinberra gjalda 2007 vegna tekna ársins 2006 og ákvörðun staðgreiðslu
og virðisaukaskatts vegna launa og veltu frá og með 1. janúar 2007.

Fjármálaráðuneytinu, 30. nóvember
2006.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Ingvi Már Pálsson.

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur